• Orðrómur

Litríkt og ljúffengt á vorlegum nótum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýtt blað Gestgjafans er komið út og að þessu sinni erum við á vorlegum nótum. Blaðið er fullt af spennandi uppskriftum að litríkum og ljúffengum mat. Sítrónueftirréttir, fiskur í fati, aspasréttir, radísur í allri sinni dýrð, vöfflur með tvisti og salatsósur ásamt viðtölum og áhugaverðum fróðleik er dæmi um það sem finna má í þessu blaði.

Aspas, vorlaukur, kúrbítur, baunir og ferskar kryddjurtir eru vorboðar sem kitla bragðlaukana og kalla á ferska og litríka rétti en við lögðum einmitt áherslu á það í spennandi þætti sem leikur stórt hlutverki í nýja blaðinu.

Blaðlaukssúpa með kúrbít og chili-aldini. Mynd / Hákon Davíð

- Auglýsing -

Folda býður lesendum svo upp á seiðandi og sæta eftirrétti sem eiga það allir sameiginlegt að innihalda sítrónur. Sítrónur passa sérlega vel í eftirrétti þar sem sýran í þeim gefur gott jafnvægi á móti sætunni.

Þú finnur uppskrift að þessari dásamlegu sítrónuböku með marens í nýja blaðinu. Mynd / Hallur Karlsson

Aspas er þá í aðalhlutverki í einum þætti blaðsins en þar sýnum við hvað hægt er að gera fjölbreytta rétti úr þessu gómsæta hráefni.

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson

Fljótlegar og spennandi uppskriftir að fiskréttum sem allir eru eldaðir í einu fati er svo að finna í blaðinu en réttir í einu fati eru alltaf svo þægilegir í matreiðslu. Fiskur er frábær allan ársins hring en það er eitthvað sérlega vor- og sumarlegt við þetta yndislega hráefni.

Bakaður lax með strengjabaunum og sinnepssósu. Mynd / Hákon Davíð

- Auglýsing -

Við förum svo í heimsókn á veitingastaðinn Sker í Ólafsvík. Það er kokkurinn Lilja Hrund Jóhannsdóttir sem rekur Sker ásamt fjölskyldu sinni. Staðurinn er fallega innréttaður þar sem tengingin við umhverfið er sterk. Lilja segir mikla áherslu hafa verið lagða á að gestir finndu að þeir væru í sjávarþorpi og matseðillinn ber þess merki.

Lilja Hrund Jóhannsdóttir segir lesendum Gestgjafans frá veitingastaðnum Sker. Myndir/ Hákon Davíð Björnsson

Lilja deilir með lesendum uppskriftum að þremur réttum sem eru í miklu eftirlæti hjá
henni. Það er létt og ferskt skelfisksalat, bragðmiklir kjúklingabitar og Toblerone-mús
sem hún segir hafa slegið í gegn.

Mynd / Hallur Karlsson

Klassískar vöfflur með sultu og rjóma slá alltaf í gegn en þó er gaman að prófa eitthvað nýtt. Í nýja blaðinu má finna uppskriftir að gómsætum vöfflum en við bjóðum upp á bæði sætar og ósætar útgáfur, til að mynda kimchi og ostavöfflur með steiktu eggi sem enginn sælkeri ætti að láta fram hjá sér fara.

Svo gefum við uppskriftir að vorlegum kokteilum sem voru unnir út frá víntegundum sem minna okkur á vorið og ferðalög erlendis.

Fátt jafnast á við góðan kokteil sem borinn er fram í fallega skreyttu glasi. Mynd / Hákon Davíð

Vínfræðingurinn og vínþjónninn Alba E. H. Hough tók nýverið við sem forseti Vínþjónasamtakanna.

Alba E.H. Hough. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Við tökum Ölbu á tal og fræðumst um starfið hennar. Það ríkir mikill leyndardómur yfir vínfræðinni sem fagi að hennar sögn, sömuleiðis gætir einnig ákveðins misskilnings.

„Þetta snýst ekki um að sitja allan daginn og drekka vín og detta í það, það er ekki það sem vínþjónar gera eins og margir virðast halda,“ segir Alba og hlær. „Ég fæ reglulega spurninguna: „Ertu þá bara alltaf full?“, það er ákveðin týpa sem spyr að þessu en við erum að vinna í að leiðrétta þennan misskilning.“

Við fáum Ölbu svo til að velja fjögur vín sem eru í uppáhaldi hjá henni þessa dagana, eitthvað sem vínáhugafólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.

Þetta og miklu meira í Gestgjafanum.

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -