Ljúf og lokkandi sveppasúpa á jólum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margir hafa súpu í forrétt yfir jólahátíðina og mjög oft er boðið upp á sömu súpuna ár hvert. Í nýjasta Gestgjafanum er að finna nokkrar uppskriftir að súpum sem eru fullkomnar í forrétt. Þar á meðal er þessi geggjaða sveppasúpa með jalapenó.

Sveppasúpa með jalapenó og basil
Fyrir 4

30 g blandaðir þurrkaðir skógarsveppir
1 msk. olía
10 g smjör
500 g kastaníusveppir skornir í sneiðar, má nota venjulega
1 grænt chili-aldin, fræhreinsað og skorið í þunnar sneiðar
3 vorlaukar, hvíti parturinn notaður og skorinn í þunnar sneiðar
hnefafylli basilíka
hnefafylli steinselja
200 ml vatn
1 msk. grænmetiskraftur, eða einn teningur
600 ml rjómi
1-2 tsk. sjávarsalt
½ -1 tsk. nýmalaður svartur pipar

Fullkominn forréttur.

- Auglýsing -

Leggið skógarsveppi í bleyti í heitt vatn og látið standa í 15 mín. Kreistið vatnið frá sveppunum og saxið þá smátt niður, látið til hliðar.

Hitið olíu og smjör saman í miðlungsstórum potti og steikið kastaníusveppina þar til þeir byrja að brúnast. Setjið skógarsveppi, chili-aldin, vorlauk, basilíku og steinselju saman við og eldið saman í 4-5 mín.

Setjið vatn og grænmetiskraft út í pottinn og látið malla við vægan hita í 5 mín. Maukið súpuna með töfrasprota eða setjið í blandara. Bætið því næst rjóma saman við súpuna og bragðbætið með salti og pipar.

- Auglýsing -

Ef súpan er of þykk má bæta meiri rjóma saman við.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Unnur Magna

- Auglýsing -

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -