• Orðrómur

Ljúffeng pekanhnetubaka með þeyttum rjóma

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þessi ljúffenga pekanhnetubaka er fullkomnuð með þeyttum rjóma. Er ekki alveg tilvalið að baka smá um helgina?

Pekanhnetubaka

fyrir 8-10

55 g ósaltað smjör
65 g hveiti
65 g heilhveiti
165 g ljós púðursykur
1 ½ tsk. lyftiduft
½ tsk. sjávarsalt
½ tsk. kanill
125 ml mjólk
2 tsk. vanilludropar
160 g púðursykur
110 g pekanhnetur, saxaðar gróflega
355 ml, heitt vatn
vanilluís eða þeyttur rjómi, til að bera fram með

- Auglýsing -

Hitið ofn í 175°C. Setjið smjör í 20 x 20 cm eldfast mót og látið inn í ofn í u.þ.b. 5 mín. eða þar til smjörið hefur bráðnað, setjið til hliðar. Setjið hveiti, heilhveiti, ljósan púðursykur, lyftiduft, salt og kanil í skál og hrærið saman með gaffli. Hellið mjólk og vanilludropum
saman við og hrærið þar til blandan hefur samlagast. Setjið púðursykur og pekanhnetur í litla skál og hrærið saman. Notið tvær skeiðar og setjið deigið í nokkrum skömmtum ofan á smjörið í eldfasta mótinu, ekki hræra því saman.

Sáldrið pekanhnetublöndunni yfir og hellið því næst heita vatninu jafnt og rólega yfir, ekki hræra í blöndunni. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu og látið eldfasta mótið ofan á, það auðveldar þrifin að setja bökunarpappír á ofnskúffuna því hér getur karamellan flætt örlítið upp úr forminu ef það er of grunnt. Bakið í 30-40 mín. eða þar til bakan er orðin fallega gyllt að lit. Setjið eldfasta mótið á bökunargrind og látið kólna í 20 mín. áður er bakan er borin fram. Berið hana fram volga með vanilluís eða rjóma.

Umsjón/ Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti/ Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -