• Orðrómur

Ljúffengt og öðruvísi lasagne

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er eitthvað svo notalegt við lasagne og fyrir mér er það hinn fullkomi réttur til að njóta á köldum dögum. Mér finnst gaman að prófa mig áfram og nota eitthvað annað en hið hefðbundna hakk í sósuna þó svo það sé alltaf gott. Hér gef ég uppskrift að örlítið öðruvísi lasagne sem best er að njóta í góðum félagsskap og ekki skemmir fyrir ef kertaljós og rauðvínsglas fá að fylgja með.

Chorizo-pylsan er mikið notuð á Spáni og í Portúgal og þar fær hún sinn ákveðna rauða lit úr þurrkaðri reyktri papriku. Chorizo er bæði hægt að kaupa ferskt eða þurrkað erlendis en varan sem fæst hérlendis hefur verið þurrkuð og því hægt að borða hana beint án þess að elda hana frekar. Gott er að nota chorizo í ýmsa rétti en hér er það notað í staðinn fyrir hið hefðbundna hakk í lasagne.

Chorizolasagne með óreganó
fyrir 4-6

- Auglýsing -

300 g chorizo-pylsa, himnan tekin frá og skorin í litla bita
1 ½ msk. ólífuolía
4 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar
1 hnefafylli óreganólauf
800 g kirsuberjatómatar í dós
250 ml passata
1 msk. púðursykur
1-2 tsk. sjávarsalt
1-1 ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
800 g ricotta, fæst til dæmis í Hagkaup
80 g pecorino-ostur
475 g lasagne-plötur, helst ferskar
100 g rifinn mozzarella-ostur

Hitið 1 msk. af olíu í þykkbotna pönnu sem tekur u.þ.b. 3,25 l og má fara inn í ofn. Hafið pönnuna á miðlungsháum hita. Steikið chorizo-bitana upp úr olíunni í 5 mín. eða þar til þeir hafa fengið á sig lit. Hrærið í reglulega.

Bætið hvítlauk og ½ af óreganólaufunum saman við og eldið saman í 1-2 mín. Bætið því næst saman við kirsuberjatómötum, passata, púðursykri, 1 tsk. af sjávarsalti og 1 ½ tsk. af svörtum pipar og komið upp að suðu. Eldið saman í 8-10 mín.

- Auglýsing -

Setjið chorizo-sósuna í stóra skál og setjið til hliðar. Setjið ricotta-ostinn og pecorino-ostinn saman í skál og blandið saman, setjið til hliðar. Hitið ofn í 180°C. Setjið örlítið af chorizo-sósunni í botninn á pönnunni sem var notuð og leggið lasagne-blöð ofan á. Snyrtið endana á lasagne-blöðunum þannig að þau komist í pönnuna. Setjið u.þ.b. 400 ml af chorizo-sósunni ofan á og leggið lasagne-blöð því næst ofan á chorizo-sósuna. Setjið ½ af ricotta-blöndunni ofan á lasagne-blöðin og jafnið út. Sáldrið mozzarella-ostinum yfir og hellið yfir restinni af chorizo-sósunni.

Eldið í miðjum ofni í 30 mín. Blandið saman restinni af olíunni og óreganólaufunum og hellið yfir. Eldið áfram í 5-10 mín.

Stílistar / Stefanía Albertsdóttir og Folda Guðlaugsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -