• Orðrómur

Matarmikið kínóasalat með ristuðum kjúklingabaunum, brokkólí og kryddjurtum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Brokkólí, kínóa og ristaðar kjúklingabaunir ásamt ferskum kryddjurtum leika aðalhlutverkin í þessu matarmikla og næringarríka salati. Góð sósa setur svo punktinn yfir i-ið. Salatið getur staðið eitt og sér sem máltíð eða sem meðlæti.

Kínóasalat með ristuðum kjúklingabaunum, brokkólí og kryddjurtum

400 g kjúklingabaunir, eldaðar
150 g kínóa
1 tsk. chili-flögur
1 tsk. sjávarsalt
hnefafylli steinselja
hnefafylli kóríander
200 g sólkysstir tómatar
1 meðalstórt brokkólíhöfuð, blómin notuð
200 g ólífur að eigin vali
2 msk. kaldpressuð ólífuolía

Hitið ofninn í 200°C. Sigtið vökvann frá kjúklingabaununum, hellið þeim í skál og setjið chili-kryddi, salti og olíu saman við og blandið vel. Dreifið þeim á ofnskúffu eða eldfastmót og ristið í ofninum í 15-20 mín. eða þar til þær eru orðnar vel brúnar og stökkar.

- Auglýsing -

Sjóðið kínóa samkvæmt leiðbeiningum á pakka og setjið í skál, kryddið með chili-flögum, salti og blandið kryddjurtunum saman við. Gufusjóðið eða snöggsjóðið brokkólíið og setjið það saman við ásamt tómötum og ólífum. Dreifið að síðustu kjúklingabaununum og ólífuolíunni yfir allt saman.

Köld sósa

1 dós sýrður rjómi, 18%
2 tsk. harissa-mauk
1 msk. sítrónusafi
2 tsk. hunang
½ tsk. sjávarsalt
¼ tsk. pipar

Hærið sýrðan rjóma með píski og bætið öllu hinu hráefninu saman við. Látið standa aðeins fyrir framreiðslu.

- Auglýsing -

Umsjón og stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -