Brokkólí, kínóa og ristaðar kjúklingabaunir ásamt ferskum kryddjurtum leika aðalhlutverkin í þessu matarmikla og næringarríka salati. Góð sósa setur svo punktinn yfir i-ið. Salatið getur staðið eitt og sér sem máltíð eða sem meðlæti.
Kínóasalat með ristuðum kjúklingabaunum, brokkólí og kryddjurtum
400 g kjúklingabaunir, eldaðar
150 g kínóa
1 tsk. chili-flögur
1 tsk. sjávarsalt
hnefafylli steinselja
hnefafylli kóríander
200 g sólkysstir tómatar
1 meðalstórt brokkólíhöfuð, blómin notuð
200 g ólífur að eigin vali
2 msk. kaldpressuð ólífuolía
Hitið ofninn í 200°C. Sigtið vökvann frá kjúklingabaununum, hellið þeim í skál og setjið chili-kryddi, salti og olíu saman við og blandið vel. Dreifið þeim á ofnskúffu eða eldfastmót og ristið í ofninum í 15-20 mín. eða þar til þær eru orðnar vel brúnar og stökkar.
Sjóðið kínóa samkvæmt leiðbeiningum á pakka og setjið í skál, kryddið með chili-flögum, salti og blandið kryddjurtunum saman við. Gufusjóðið eða snöggsjóðið brokkólíið og setjið það saman við ásamt tómötum og ólífum. Dreifið að síðustu kjúklingabaununum og ólífuolíunni yfir allt saman.
Köld sósa
1 dós sýrður rjómi, 18%
2 tsk. harissa-mauk
1 msk. sítrónusafi
2 tsk. hunang
½ tsk. sjávarsalt
¼ tsk. pipar
Hærið sýrðan rjóma með píski og bætið öllu hinu hráefninu saman við. Látið standa aðeins fyrir framreiðslu.
Umsjón og stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.