Í upphafi árs er hefð fyrir því í fyrsta tölublaði Gestgjafans að spá fyrir um helstu tískustrauma og stefnur í bæði mat og drykk. Árið í fyrra var vissulega töluvert öðruvísi og framþróunin kannski svolítið lituð af áhrifunum sem covid-19 hefur haft á heimsbyggðina.
Eitt af trendunum er til dæmis að fara út að borða heima. Margir hafa verið duglegri að elda heima og gera vel við sig en það er samt ekkert sem kemur í staðinn fyrir upplifunina að fara á veitingastað. Þess vegna hafa margir veitingastaðir verið að prófa sig áfram með heimsendingu. Þannig er hægt að upplifa veitingastaðamat heima í stofu.
Annað trend sem við munum sjá mikið af er matur sem styrkir ónæmiskerfið en það eru bein áhrif af faraldrinum. Fólk mun í auknum mæli sækja í holl og næringarrík matvæli sem styrkja okkur í baráttunni við veikindi. Þannig verða lax, síld og sardínur vinsælt hráefni og einnig grænmeti og ávextir.
Gestgjafinn leitaði einnig álits um trendin hjá þremur matar og víngúrúum, þeim Gísla Matthíasi Auðunssyni á veitingastaðnum Slippnum í Vestmannaeyjum, Helenu Gunnarsdóttur bloggara og Sigrúnu Þormóðsdóttur framleiðslumeistara.
Hægt er að lesa svörin og meira um trendin í nýjasta tölublaði Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.