2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Matarupplifun í Toronto

Toronto er mikil sælkeraborg og úrvalið af góðum stöðum til að borða á er gríðarlegt. Hér bendum við á þrjá góða en ólíka staði sem sannarlega er hægt að mæla með.

Barinn er einkar skemmtilegur og þar er sérmatseðill og útsýnið á staðnum er sérlega gott og kokteilarnir mjög spennandi.

Alo Restaurant
Alo-veitingastaðurinn er talinn vera einn sá allra besti í Toronto og sumir segja að hann sé mögulega besti staðurinn í Kanada. Matargerðin er afar fínleg enda notar Patrick Kriss yfirmatreiðslumeistari einungis besta staðbundna hráefnið á markaðnum hverju sinni sem hann matreiðir eftir frönskum hefðum. Matseðillinn er tilbúinn nokkurra rétta smáseðill (e. fixed menu) og vínsérfræðingar Alo hafa parað vín við réttina. Barinn er einkar skemmtilegur og þar er sérmatseðill og útsýnið á staðnum er sérlega gott og kokteilarnir mjög spennandi. Í ljósi vinsælda Alo getur verið erfitt að fá borð en opnað er fyrir pantanir kl. 10 fyrsta þriðjudag í mánuði og þær rjúka út svo mikilvægt er að vera tilbúinn við tölvuna.
Vefsíða: alorestaurant.com.

Canoe hefur lent á listum meðal bestu staða í borginni. Hér er ekki bara frábær matur heldur er útsýnið yfir borgina æðislegt þar sem staðurinn er á 54. hæð.

Canoe Restaurant
Hér er ekki bara frábær matur heldur er útsýnið yfir borgina æðislegt þar sem staðurinn er á 54. hæð. Canoe hefur lent á listum meðal bestu staða í borginni en hann leggur áherslu á kanadískan mat sem settur er í skapandi og nýstárlegan búning með blöndu af frönskum, asískum og suður-amerískum áhrifum. Hráefnið er meira og minna úr nærumhverfinu en staðurinn kaupir mikið frá býlum og smábændum með lífræna ræktun. Prófið te-reykta andarbringu.
Vefsíða: canoerestaurant.com.

AUGLÝSING


Toronto-búar elska peameal-beikonsamlokuna sem fæst í Carousel.

Carousel Bakery
Hvert svæði á yfirleitt sinn skyndibitamat, við höfum t.d. pylsuna en Toronto-búar elska peameal-beikonsamlokuna sem fæst í Carousel en hún var nýlega gerð opinber samloka Torono af borgarstjóranum sjálfum. Um er að ræða ekta kjötloku með þykkskornu peameal-beikoni sem hefur verið vandlega komið fyrir í brauðbollu sem smurð er með hlynsírópssinnepi. Hér er um afar safaríkan skyndibita að ræða sem kostar u.þ.b. 3 dollara og því tilvalinn hádegisverður. Carousel er staðsett á St. Lawrence-markaðnum á upper Level 42, 93 Front Street East.

Ferðamáti
WOW air flýgur til Toronto allt árið um kring. Verð frá 15.999 kr. aðra leið með sköttum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni