2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Maturinn í brúðkaupi hjá kokki ársins 2019

Sigurjón Bragi Geirsson kokkur ársins 2019 og Flóra Guðlaugsdóttir verslunarstjóri Frú Laugu gengu í það heilaga síðastliðna helgi og eins og gefur að skilja var maturinn ekki af verri endanum.

 

Hjónin eru bæði tvö miklir sælkerar en það var veitingarþjónustan Lux veitingar sem sá um matinn en þeir sem standa fyrir henni eru matreiðslumennirnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson.

Veitingarþjónustan er ný og fersk með áherslu á gæði og góða þjónustu. Veislan fór fram í Glersalnum í Kópavogi en það var seinasta veislan sem mun fara fram í þeim sal þar sem salurinn hefur verið seldur undir annan rekstur.

 

Matseðill kvöldsins

AUGLÝSING


Forréttur

Grilluð rækja, paprikukrem & söltuð sítrónaHægelduð bleikja, jarðskokkar, dill & skyr
Lambatartar, piparrót, quinoa & karsiNauta carpaccio, kjúklingalifur & salsa
Broccolini, ostamayo & sítróna

Aðalréttur

Soya & appelsínugljáð kalkúnabringa & grilluð nautalundLittle gem, ostur & smátómatar
Bökuð seljurót, heslihnetur & ostrusveppir
Bakað blómakál, jógúrt & dill
Kartöflur & chimichurri
Bernaise & villisveppasósa

Eftirréttur 

Brúðkaupsterta frá Örvari Birgissyni í Nýja kökuhúsinu

Miðnætursnarl

Brioche mini borgari & hægelduð nautakinn Trufflukrem, lauksulta, klettasalat
Andataco Kimchi mayo , Sýrt kál & Wasabi baunir

Sigurjón og Flóra . Mynd/ Marinó Flóvent

Sjá einnig: Mikil stemmning á Kokki ársins 2019

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni