Meistarakokkur deilir uppskrift úr eldhúsinu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður og eigandi veitingastaðanna Sumac grill + drinks og Óx á Laugavegi er að gefa út matreiðslubók.

Þráinn Freyr gefur lesendum hér eina uppskrift úr bókinni.

Mynd / Aðsend

Sjá einnig: Þráinn Freyr gefur út matreiðslubók: „Bráðnauðsynlegt að halda áfram að læra og þroskast“

Heirloom-tómatar

Shanklish + rabarbari + oregano

Íslenskir heirloom-tómatar eru bestir skornir niður ferskir og tilvalið er að dressa þá með olíu og salti.

1 stór þroskaður heirloom-tómatur Ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar

Skerið tómatinn í þunnar sneiðar, leggið á smjörpappír og raðið sneið fyrir sneið í hring.

Shanklish

1 kg grískt jógúrt 400 ml vatn
2 msk./20 g salt

Aðferð

Setjið allt í pott og hitið rólega þangað til að jógúrtið byrjar að kurlast upp og skilja sig. Setjið klút í sigti, hellið jógúrtinu í sigtið og látið standa í kæli í fimm klukkustundir.

Dreifið shanklish í miðjuna á disk, dreypið yfir með ólífuolíu og za‘atar-kryddblöndunni. Leggið svo sneiðar af seljurótinni ofan á.

Rabarbara-dressing

1 skalottlaukur, meðalstór
1 stk. rabarbari, pikklaður 1 msk./10 g sumac-krydd
2 msk./20 g granateplasíróp 100 ml ólífuolía
2⁄3 tsk./3 g sjávarsalt

Skerið skalottlaukinn mjög smátt og rabarbarann í
litla teninga. Blandið öllu saman og látið standa í 1–2 klukkustundir. Geymið í kæli í loftþéttu íláti. Tilvalið að nota sem dressingu á salat.

Pikklaður rabarbari

4 stiklar rabarbari 300 ml eplaedik 200 ml vatn
1 stk. stjörnuanís 150 g sykur

1 tsk./5 g salt

Skerið rabarbarann í bita og setjið í pott. Sjóðið saman vatn, edik, anís, sykur og salt í potti. Sjóðið í 2 mínútur og kælið svo. Setjið í lofttæmdan poka eða ílát með loki.

Samsetning 

Leggið tómatsneiðarnar á disk og kryddið með ólífuolíu, sjávarsalti og svörtum pipar. Dreifið svo rabarbaradressingu yfir tómatinn ásamt fimm góðum teskeiðum af shanklish. Kryddið með fersku kóríander eða óregano eftir smekk.

Sjá einnig: Þráinn Freyr gefur út matreiðslubók: „Bráðnauðsynlegt að halda áfram að læra og þroskast“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -