Miami – heit á öllum árstíðum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sífellt fleiri Íslendingar kjósa að fagna jólunum erlendis.

Meðal þeirra áfangastaða sem njóta vaxandi vinælda er Miami á Flórída sem er þekkt fyrir sælkeramat, blómlegt listalíf og fallegar strendur.

Í yfir 100 ár hefur Miami laðað að sér ferðalanga sem koma margir hverjir til að sleikja sólina og njóta allra þeirra fallegu stranda sem borgin hefur upp á að bjóða. En Miami er svo miklu meira en sandur og sól enda gengur borgin stundum undir nafninu „töfrabogin“ eða „The Magic City“. Miami er syðst í

Miami er sælkeraborg með gríðalegan fjölda af góðum og fjölbreyttum matsölustöð­um og skemmtilegum börum þar sem hægt er að gæla við bragðlaukana.

Flórídafylki og skiptist upp í nokkur svæði en Miami Beach, sem er sérlega vinsælt svæði meðal ferðamanna, er í raun löng eyja sem liggur samsíða meginlandinu. Á milli flæðir sjórinn undir fjöldann allan af brúm og í kringum fallegar eyjur sem gefur borginni ákveðinn sjarma.

Miami er mjög nálægt Kúbu og hún ber þess glöggt merki því kúbönsk og suðuramerísk áhrif sjást víða.
Hitabeltisloftslags gætir í borginni og því gott veður nánast allt árið um kring. Þó getur orðið vel heitt yfir
sumarmánuðina en þar sem borgin er niðri við sjó er oft þægileg hafgola sem kælir.

Miami er skipt í fjóra hluta, norður, suður, vestur og miðbæinn, en í þessum hlutum eru mörg skemmtileg hverfi eða svæði eins og Little Havana, Coconut Grove, Wynwood, Little Haiti og Historic Overtown.

Hvert hverfi hefur sína sérstöðu og því má með sanni segja að Miami sé í raun margar litlar borgir. Mikið er af söfnum og galleríum ásamt fjöldanum öllum af áhugaverðum stöðum og görðum sem gaman er að skoða. Fallegar byggingar eru víða að finna og þá bæði háhýsi eða lágreist Art Deco-hús.

Vart þarf að taka það fram hversu dásamlegar strendurnar eru en þar er sjórinn víða fallega sægrænn þar sem hvítur fíngerður sandur nær langt út í Atlantshafið. Mikið og gott úrval er af hótelum með sundlaugagörðum, sérstaklega á Miami Beach, sem gjarnan eru staðsett á ströndinni svo ferðalangar geta trítlað niður á strönd af sundlaugasvæðinu.

Hægt er að finna matargerð frá öllum heimshornum, allt frá góðum götumat til veitingastaða á fimm stjörnu lúxushótelum með öllu tilheyrandi.

Enginn ætti að þurfa að sitja auðum höndum í Miami því hægt er að fara í golf, á sjóskíði, á brimbretti, í spíttbátaferðir, kafa, hjóla og skoða hið blómlega listalíf sem er víða í borginni. Næturlífið er afar fjölskrúðugt og sérstaklega er gaman að upplifa stemninguna á Ocean Drive að kvöldlagi en þar hafa margar bíómyndir verið teknar upp, t.d. The Birdcage með Robin Williams og viðmiðin og stemningin er svolítið örðuvísi en við eigum að venjast hér heima, svolítið „vírað“.

Hvert hverfi hefur sína sérstöðu og því má með sanni segja að Miami sé í raun margar litlar borgir.

Nú og síðast en ekki síst er Miami sælkeraborg með gríðalegan fjölda af góðum og fjölbreyttum matsölustöð­um og skemmtilegum börum þar sem hægt er að gæla við bragðlaukana. Matarmenningin er undir miklum áhrifum frá eyjunum í Karíbahafinu og sérstaklega frá Kúbu en einnig eru suðuramerískir straumar áberandi. Hægt er að finna matargerð frá öllum heimshornum, allt frá góðum götumat til veitingastaða á fimm stjörnu lúxushótelum með öllu tilheyrandi.

Sagt er að hvergi í heiminum sé hægt að fá eins góðan kúbverskan mat og í Miami, hann er í raun mun betri en á Kúbu því hráefnið er svo miklu betra í Miami og þar er t.d. alltaf hægt að fá salt sem hefur því miður ekki alltaf verið raunin á Kúbu.

Fiskur og sjávarfang er gott í Miami og „empanadas“ er hægt að fá mjög víða í mismunandi útgáfum eftir því frá hvaða landi eða svæði í Suður-Ameríku uppskriftin er.

Empanadas eru deighálfmánar sem eru fylltir með mismuandi hráefni, oft nautahakki og chili en til eru ótal útgáfur.

Í Miami er mikil hanastélsmenning og margir skemmtilegir barir sem bjóða upp á áhugaverð hanastél í fallegu umhverfi, sumir á toppi hárra bygginga þar sem þér finnst þú vera „on top of the world“ … sérstaklega eftir tvö góð hanastél!

Áhugavert að gera

Art Deco-göngutúr með leið­ sögn. Hvergi í heiminum er að finna jafnmargar byggingar í Art Deco-stíl í einu hverfi og einmitt við Ocean Drive-götuna og þar í kring. Hægt er að fara í göngutúr með leiðsögumanni sem útskýrir sögu margra bygginga á skemmtilegan og einfaldan máta. Sjá mdpl.org.

Hitabeltisloftslags gætir í borginni og því gott veður nánast allt árið um kring.

Sælkerarölt um mismunandi hverfi Miami! Suðuramerísk og evrópsk áhrif eru áberandi í matargerð Miami þannig að úr verður skemmtilegur kokteill. Til að kynnast þessari matargerð betur er gaman að fara á sælkerarölt, t.d. um South Beach, Little Havana eða önnur hverfi. Þá leiðir sælkeraleiðsögumaður svanga ferðalanga inn á ýmsa veitingastaði og gefur þeim að smakka skemmtilega rétti, eins og empanadas, ceviche og klassíska kúbverska samloku allt eftir því um hvaða hverfi er rölt. Enginn sælkeri eða mataráhugamaður ætti að sleppa sælkerarölti. Nánar á www.miamiculinarytours.com.

Pérez-nýlistasafnið, eða PAMM sem stendur fyrir Pérez Art Museum Miami, er einstaklega skemmtilegt og spennandi ný listasafn þar sem húsnæðið og lóðin eru hluti af listinni. PAMM er nýlegt safn sem opnaði 2013 og hýsir list frá 20. og 21. öld. Þetta er safn sem enginn listunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Sjá www.pamm.org.

Thriller-spíttbátur. Það ætti enginn að fara til Miami nema sigla á spíttbáti og þeysast áfram á 100 km hraða undir taktfastri tónlist með vind í hárinu, það er æði! Thriller Miami-spíttbátarnir eru með skemmtilegar ferðir þar sem siglt er með leiðsögumanni frá Bayside Marketplace í miðborg Miami meðfram South Beach og í kringum nokkrar eyjar þar sem skoðaðar eru lúxusvillur ríka fólksins og aldrei að vita nema nokkrir höfrungar sláist með í för! Vefsíða: www.thrillermiami.com.

Hvergi í heiminum er að finna jafnmargar byggingar í Art Deco-stíl í einu hverfi og einmitt við Ocean Drive-götuna og þar í kring. Mynd/commons.wikimedia.org, Jorge Láscar.

Dansað og djammað á Villa Azur Restaurant & Lounge! Viltu upplifa ósvikna Miami-klúbbastemningu með blysum og fjaðraklæddum konum sem skraut við innganginn og mögulega hitta fræga á borð við Halle Berry og Mel Gibson? Þá er Villa Azur staðurinn fyrir þig! Þessi Villa Azur er í raun matsölustaður sem breytist hægt og rólega í einhverskonar klúbb þegar líður á kvöldið og síðan í
diskótek þegar nóttin nálgast. Þarna flæðir kampavínið og sjónarspil að horfa á hvernig það er borið fram af konum með blysum og tilheyrandi látum. Sjón er sögu ríkari! Sjá www.villaazurmiami.com.

____________________________________________________________________

Vissir þú …

… að Miami er í hitabeltinu þar sem meðalhitinn er í kringum 23°C og sólin skín allt árið
um kring.

… að Cuban Coffee-veitingastaðurinn í Miami var kosinn af Forbes Traveller einn besti götumatur í Bandaríkjunum.

… að hvergi í heiminum er hægt að finna jafnmörg „boutique-hótel“ á einum stað og í Miami.

Enginn ætti að þurfa að sitja auðum höndum í Miami því hægt er að fara í golf, á sjóskíði, á brimbretti, í spíttbátaferðir, hjóla og kafa!

… að í borginni eru meira en 800 almennings- og skemmtigarðar og að Miami liggja tveir þjóðgarðar, Biscayne og Evarglades.

… að Miami er paradís fyrir kafara en í sjónum þar í kring er að finna 50 flök sem hægt er að skoða.

… að í gegnum höfnina í Miami fara um 5 milljónir farþega á ári og þar liggja margar lúxussnekkjur en höfnin er einnig oft nefnd „Cruise Capital of the World“ eða höfuðborg skemmtiferðaskipanna.

… að það tekur ekki nema 10 mínútur að keyra frá flugvellinum niður í miðborg Miami.

… að WOW air flýgur til Miami á veturna. Verð aðra leið með sköttum 16.999 kr.

Á Miami er margt fleira áhugavert í boði. Nánari úttekt á því er að finna í öðru tölublaði af Mannlífi.

Höfundur / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / The Greater Miami Convention & Visitors Bureau
www.gmcvb.com og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir.

Aðalmynd: Þetta er sennilega frægasta gatan í Miami og eins og nafnið gefur til kynna liggur hún meðfram ströndinni.

 

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira