2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Montréal – áhugaverð á öllum árstíðum

Montréal er vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna enda hefur borgin upp á margt að bjóða, allt frá skemmtilegum listasöfnum upp í frábæra matsölustaði og allt þar á milli.

Í Montréal fléttast norðuramerísk og evrópsk menning skemmtilega saman með tignarlegum skýjakljúfum og gömlum byggingum í evrópskum stíl. Nafn borgarinnar er dregið af fjallinu sem hún er kennd við eða Mont Royal. Talið er að einhverskonar afbökun á framburði hafi síðan breytt nafninu í Montréal. Mount Royal þýðir konunglegt fjall en sagan segir að árið 1535 hafi landkönnuðurinn Jacques Cartier siglt upp ána St. Lawrence þar sem hann hitti nokkra þorpsbúa sem fóru með hann upp á fjallið og í framhaldinu hafi hann nefnt það Mount Royal, annaðhvort af því að honum þótti fjallið og umhverfi þess konunglegt eða til að heiðra konung sinn. Efst á fjallinu má sjá stóran kross en sögu hans má rekja til ársins 1642 þegar gerði svo mikla rigningu að hætta var á að áin St. Lawrence myndi fljóta yfir bakka sína með tilheyrandi áhættu og óþægindum fyrir íbúana svo að maður nokkur að nafni Paul de Chomedey bað til heilagrar Maríu og lofaði því að hann myndi setja kross í hennar nafni efst á fjallið ef hún kæmi í veg fyrir flóð. Hvort sem það var heilög María sem kom í veg fyrir að áin flæddi ekki yfir bakka sína eða ekki þá stóð Paul de Chomedey við loforðið og setti trékross á fjallið sem síðar var endurreistur og gerður að því sem hann er í dag.

Montréal er þekkt fyrir hátíðir af ýmsum toga og mætti nefna jazzhátíðina, afrísku tónlistarhátíðina, fantasíukvikmyndahátíðina, tísku- og hönnunarhátíðina og hinar ýmsu matarhátíðir.

Íbúar Montréal telja um fjórar milljónir sem eiga uppruna sinn að rekja til 120 mismunandi þjóðerna og því er mannlífið fjölskrúðugt og lifandi. Montréal er næststærsta frönskumælandi borgin í heiminum á eftir París en þess má geta að borgarbúar tala upp til hópa mjög góða og skiljanlega ensku. Í dag er Montréal vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna enda hefur borgin upp á margt að bjóða allt frá skemmtilegum listasöfnum upp í frábæra matsölustaði og allt þar á milli. Mörg hverfi eru í borginni en Montréal er í raun eyja sem hægt er að sigla í kringum. Gamli hlutinn er heillandi, þar eru fallegar byggingar, litlar hönnunarbúðir, gallerí og margir veitingastaðir. Græn svæði og garðar eru víða og gaman er að fara á Mount Royal-fjallið sem er skógi vaxið með góð útivistarsvæði og útsýnið þaðan er magnað. Verðlagið er nokkuð gott og því er hægt að versla og gera vel við sig í mat og drykk fyrir lítinn pening. Montréal er þekkt fyrir hátíðir af ýmsum toga og mætti nefna jazzhátíðina, afrísku tónlistarhátíðina, fantasíukvikmyndahátíðina, tísku- og hönnunarhátíðina og hinar ýmsu matarhátíðir. Bon voyage!

LE MOUNT STEPHEN – EINSTAKT HÓTEL

AUGLÝSING


Le Mount Stephen opnaði dyr sínar 1. maí 2017 en um er að ræða eitt flottasta og heitasta hótelið í borginni þar sem gamall og nýr stíll mætast. Hótelherbergin sjálf eru í nýbyggingu fyrir aftan húsið sem skotinn George Stephen lét byggja á milli 1880-1883 en hann var einn efnaðasti maður Norður-Ameríku á þeim tíma. Til að komast að andyri hótelsins þarf að fara í gegnum þetta gamla hús sem hannað var af arikitektinum William Tutin Thomas. Húsið er hreint listaverk að innan allt þakið viði með steindum gluggum í kanadískum nýendurreisnarstíl en matsölustaðurinn Bar George sem lesa má um hér í greininni er í húsinu og þar snæða hótelgestir morgunmat.

Gamla húsið var herramannaklúbbur í tugi ára svo fáir Montréal-búar höfðu litið það augum og markmið eigenda var einmitt að opna það fyrir almenningi. Þetta fimm stjörnu lúxushótel er með 90 herbergi og svítur í léttum og björtum stíl með öllum nútímaþægindum. Gluggarnir á hótelinu eru allir misstórir sem gefur því nýtískulegan og skemmtilegan sjarma bæði að utan sem innan. Verðið á þessu hóteli miðað við gæði er mjög gott en það fer reyndar eftir árstíma hvaða tilboð eru í gangi.
Vefsíða: lemountstephen.com

MATARMARKAÐURINN – MARCHÉ ATWATER

Skemmtilegur matarmarkaður sem sælkerar ættu að heimsækja, markaðurinn er staðsettur vestan við gamla hlutann (Vieux-Montréal). Um er að ræða matarmarkað þar sem bændur og framleiðendur eru með bása, bæði innandyra og utan, en markaðurinn er opinn allt árið um kring. Gott úrval er af kanadískum ostum sem eru margir hverjir mjög góðir en að auki má finna bakarí, kjöt- og fiskbúðir. Einnig er hægt að fá úrvals grænmeti og ávexti og ýmsar fleiri sælkeravörur. Vefsíða: marchespublics-mtl.com/en/marches/atwater-market

SÆLKERARÖLT UM MONTRÉALTOUR DE LA TABLE

Fátt er skemmtilegra og meira fræðandi fyrir mataráhugafólk en sælkerarölt með leiðsögn heimamanna. Ég fór í eina slíka með fyrirtæki sem kallar sig Tour de la table en þar er hægt að velja um ýmsar mismunandi ferðir eins og súkkulaði og te í Montréal, sælkerarölt um gyðingahverfið og einnig er hægt að fara í ferðir og skoða kraft-brugghús og -vín svo fátt eitt sé nefnt. Möguleiki er á því að búa til sérsniðÍ
nar ferðir fyrir einstaklinga eða minni hópa og svo er hægt að fara í stærri hópa allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hvort sem farið er í sælkerarölt eða ekki þá verða allir sem koma til Montréal að prófa Poutine en það er frægasti og vinsælasti skyndibitinn í borginni sem samanstendur af frönskum kartöflum með ostabitum og brúnni sósu.
Vefsíða: toursdelatable.com

WOW air flýgur til Montréal allt árið um kring. Verð frá 16.499 kr. aðra leið með sköttum.

Myndir/ Nanna Teitsdóttir og úr safni

Lestu meira

Annað áhugavert efni