2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Morgunmatur fyrir sælkera

Franskt eggjabrauð eða french toast er í uppháhaldi hjá mörgum enda með eindæmum gott. Hér er ljúffeng útgáfa af þessu vinsæla brauði sem er tilvalið að hafa í morgunmat eða dögurð um helgina.

Banana-french toast með hlynsírópi og bláberjum

fyrir 4-6

Hráefni fyrir þennan rétt þarfnast ekki kælingar sem getur verið hentugt í útilegum þegar vantar kælipláss. Hér er gott að vera með góða pönnu, sérstaklega pottjárnspönnu sem hægt er að skella á prímusinn eða grillið.

1 stór hleifur, óskorið hvítt brauð

AUGLÝSING


1 mjög þroskaður banani

400 ml kókosmjólk í dós

1 tsk. kanill

1 tsk. vanilludropar

½ tsk. salt

bragð- og lyktarlaus kókosolía til steikingar, má nota blöndu af smjöri og olíu

Skerið brauðið í u.þ.b. 2.5 cm sneiðar. Notið dall eða fat sem er nægilega stórt fyrir sneið af brauðinu og maukið bananann vel með gaffli. Hrærið kanil, vanillu og salt saman við kókosmjólkina þar til allt hefur samlagast vel. Hitið 1 msk. af kókosolíu eða smjöri á pönnu yfir miðlungsháum hita. Setjið eina sneið af brauði í einu í bananablönduna og látið brauðsneiðina liggja í nokkrar sekúndur á hvorri hlið. Takið brauðsneiðina upp og látið aukavökva leka af, steikið brauðið á báðum megin í u.þ.b. 3 mín. eða þar til brauðið er gyllt að lit og stökkt. Ef pannan er nægilega stór er gott að steikja 2 brauðsneiðar í einu. Bætið við olíu eða smjöri á pönnuna eftir þörfum. Takið pönnuna af hitanum í svolitla stund ef pannan byrjar að hitna of mikið. Berið fram með hlynsírópi og ferskum bláberjum.

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir,

Lestu meira

Annað áhugavert efni