Myndband – Föstudagskokteillinn: Old fashioned

top augl

Old fashioned telst til klassískra kokteila en fyrstu uppskriftina er að finna í amerískri kokteilabók sem kom út árið 1895 og heitir Kappeler´s Modern American Drinks.

Hinn eftirminnilegi karakter, Don Draper, í þáttunum Mad Men drakk old fashioned og þá komst þessi kokteill svolítið aftur í tísku. Old fashioned er fremur sterkur bourbon kokteill með dassi af appelsínubragði. Hér sýnir Raúl okkur hvernig á að hræra í góðan Old fashioned með svolítið nýju tivisti.

Uppskrift / Raúl Apollonio
Myndataka / Hákon Davíð Björnsson og Hallur Karlsson
Klipping / Hákon Davíð Björnsson
Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir