2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Myndband: Frönsku sendiherrahjónin bjóða upp á krásir í sendiherrabústaðnum í tengslum við Semaine du Goût matarhátíðina

Í jólablaði Gestgjafans er að finna fjölbreytt efni og þar á meðal ljúffengar franskar krásir en frönsk bragðavika, Semaine du Goût eða Keimur eins hátíðin hefur verið kölluð á íslensku, var haldin á dögunum með fjölda spennandi viðburða.

 

Við kíktum í heimsókn til frönsku sendiherrahjónanna, þeirra Graham Paul og Jacelyne Paul, en þau elduðu fyrir okkur nokkra rétti og þar á meðal „farci charantais“ sem er réttur frá Poitou-Charentes en þau hjón eru frá borginni La Rochelle. Skemmst er frá því að segja að rétturinn bragðast afar vel og hentar sem meðlæti með jólasteikunum eða sem forréttur.

Farci charentais. Mynd/Hallur Karlsson

Farci charentais

fyrir 6 til 8

AUGLÝSING


1 kg spínat
1-2 msk. olía til steikingar
1 kg hvíti hlutinn af blaðlauk, smátt skorinn
2 laukar, smátt skornir
500 g fleskteningur (þykkt beikon í bitum), hægt að nota skinku
5 egg
salt og pipar eftir smekk
1 tsk. „quatre épices“, frönsk kryddblanda (pipar, negull, múskat, engifer)

Hitið ofn í 180°C. Hreinsið spínatið og sjóðið í u.þ.b. 5 mín. í söltu vatni. Steikið blaðlaukinn og laukinn á pönnu með olíu, bætið fleskteningunum saman við og steikið áfram í nokkrar mín. Sigtið vatnið vel frá spínatinu, sláið eggin saman í skál og blandið lauknum og spínatinu saman við.

Saltið og kryddið með pipar og kryddblöndunni. Smyrjið paté-form með smjöri og hellið eggjablöndunni í og setjið í ofninn í 35-45 mín. Bakan er tilbúin þegar myndast hefur einskonar skorða efst.

Takið úr ofninum og kælið. Le farci charentais er borðaður kaldur og gott er að bera fram með honum majónes og salat.

Myndataka / Hallur Karlsson og Hákon Davíð Björnsson
Klipping / Hákon Davíð Björnsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni