• Orðrómur

Næringarríkur og djúsí matur fyrir líkama og sál

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýr Gestgjafi er kominn út en í þessu blaði leikur svokallaður vetrarmatur stórt hlutverk. Þetta er saðsamur og kolvetnaríkur matur sem er gjarnan kallaður „comfort food“ á ensku. Blaðið er fullt af frábærum uppskriftum og fjölbreyttum fróðleik til viðbótar við viðtöl við áhugavert fólk.

Meðal þess sem þú finnur í blaðinu eru uppskriftir að pottþéttum pottréttum. Það er nefnilega fátt betra en matur sem hefur fengið að malla lengi í einum potti með framandi kryddi.

Grænmeti og aftur grænmeti. Geggjaðir vetrargrænmetisréttir fá gott pláss í blaðinu. Uppskriftirnar sem við gefum í þessum þætti eiga það sameiginlegt að verma bæði kroppinn og sálina.

- Auglýsing -

Sætkartöflu-lasagna. Mynd / Hallur Karlsson

Folda kennir svo lesendum hvernig er hægt er að gera ricotta-ost frá grunni og gefur uppskriftir að réttum, bæði sætum og ósætum, sem allir innihalda ricotta-ost.

Þessi dásamlega hindberjakaka inniheldur riccota-ost. Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Við gefum einnig uppskriftir að ómótstæðilegum bökum með stökku deigi og ljúffengum
fyllingum. Matarmiklar og á allra færi að gera.

Á þessum árstíma sækjum við meira í heita eftirrétti, snúða og sætabrauð og þess vegna gefum við uppskriftir að ljúffengu bakkelsi sem gleður alla sælkera. Má þar til dæmis nefna snúða með brúnuðu smjöri og glassúr, heita peruböku og ekta franskt brioche-brauð.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Ostar koma við sögu í blaðinu, svo sem halloumi-ostur og einnig havarti-ostur og camembert sem við djúpsteikjum. Djúpsteikti osturinn hentar jafn vel sem forréttur á undan öðrum mat eða sem biti með góðum drykk.

Við tókum kokkinn Tómas Aron Jóhannsson tali á dögunum en hann starfar sem yfirkokkur á veitingastaðnum Sumac. Hann deilir með lesendum frábærum uppskriftum.

Svo kíkjum við í heimsókn á Mikka ref og ræðum við Ben Boorman sem rekur þennan litla og skemmtilega stað á Hverfisgötunni.

Mynd / Hallur Karlsson

Þetta og svo miklu meira í nýjasta Gestgjafanum.

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -