• Orðrómur

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf að vera vín? en þar fræða þeir áhugasama um vín „á mannamáli“ eins og þeir orða það.

Örn og Grétar halda úti Facebook-hópnum Þarf alltaf að vera vín?. Mynd / Hallur Karlsson

Í blaðinu gefa þeir lesendum uppskriftir að tveimur kokteilum og einnig að þorskhnakka með stökkri parmaskinku. Við fengum þá svo til að gefa okkur eina uppskrift til viðbótar, þ.e. að nauta-carpaccio, þá mæla þeir einnig með víni sem parast vel með þessum forrétti.

Nauta-carpaccio

- Auglýsing -

300 g nautalund
50 g klettasalat
3 msk. ólífuolía
1-2 sítrónur
gróft salt
svartur pipar
parmesanostur

Skerið nautalundina í eins þunnar sneiðar og mögulegt er og leggið á disk. Setjið plastfilmu yfir og þrýstið vel á til að þynna kjötsneiðarnar.

Besti árangurinn næst með því að skera kjötið hálffrosið með áleggshníf í þunnar sneiðar.

- Auglýsing -

Bragðbætið nautasneiðarnar með grófu salti og pipar. Blandið ólífuolíu og klettasalati saman og sáldrið yfir nautakjötið. Rífið parmesanost, magnið fer eftir smekk en við mælum með að nota nóg af osti. Kreistið að lokum sítrónusafa yfir réttinn og berið fram.

Það er svo gaman að leika sér með þennan rétt og bæta truffluolíu, granateplafræum, hnetum, grænu pestói, tómötum eða radísum við svo nokkur dæmi séu tekin.

En hvaða vín parast vel með þessum forrétti?

- Auglýsing -

„Með þessum klassíska forrétti mælum við með þremur rauðvínum frá Ítalíu og Spáni. Það eru Celeste Crianza fá Ribera dal Duero á Spáni, Vietti Barbera d’Asti Tre Vigne frá Asti á Ítalíu og Prunotto Barbaresco frá Barbaresco á Ítalíu.“

Sjá einnig: Páskamaturinn í aðalhlutverki – Fjölbreytt, ferskt og flott

Myndir/ Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -