2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

New York – endalaus uppspretta fyrir skilningarvitin

Sennilega myndi manns­ævin ekki duga til að skoða og upplifa allt sem New York-borg hefur upp á að bjóða og því margir sem koma þangað aftur og aftur.

Í hverri viku eru nýjar listsýning­ar, tónleikar, leiksýningar og ýmsir menningarviðburðir sem gaman er að upp­lifa. New York býður ­einnig upp á fjölbreyttan kost þegar kemur að mat og drykk svo sælkerar úr öllum stigum þjóðfélagsins ættu að finna eitt­hvað við sitt hæfi. Hér eru nokkur áhugaverð bakarí til að kíkja í og einnig bendum við á góða matsölustaði á Manhattan.

Roberta’s
Roberta‘s var lengi aðeins með stað í Bushwick-hverfinu í Brooklyn en New York-­búar víðsvegar að lögðu á sig ferðalag með L-lestinni til að fá bestu pítsurnar í borginni. Roberta‘s-staður hefur nú verið opnaður í Midtown á Manhattan og pítsurnar þar svíkja heldur engan.
Vefsíða: robertaspizza.com

Bouchon Bakery & Café
Bouchon Bakery skartar ­einni Michelin-stjörnu og er það kokk­urinn Thomas Keller sem hreykir sér af alls 7 Michelin-­stjörnum. Bakaríið rekur uppruna sinn til Napa-dalsins í Kaliforníu en einnig er rekið kaffihús í Time Warner Center þar sem selt er framúrskarandi croissants, brauð, samlokur og sætabrauð.
Vefsíða: thomaskeller.com/

Balthazar Bakery
Balthazar-bakaríið er tengt við samnefndan veitingastað í SoHo-hverfinu á ­Manhattan en þar má fá góð brauð, croissants og ótrúlega falleg sætabrauð. Einnig er hægt að kaupa sér góðan kaffibolla með góðgætinu.
Vefsíða: balthazarbakery.com/soho

AUGLÝSING


Dough Doughnuts
Enginn kleinuhringjaaðdáandi ætti að láta þetta bakarí fram hjá sér fara. Hjá Dough er ótrúlegt úrval kleinuhringja úr úrvalshrá­efni. Hægt er að fá kleinuhringi með hibiscus, saltaðri karamellu, ástaraldini og kakónibbum og margt, margt fleira.
Vefsíða: doughdoughnuts.com

Baked
Eins og svo margir áhugaverðir matarstaðir í borginni átti Baked-bakaríið upphaf sitt í Brooklyn. Þeir hafa nú opnað stað í Tribeca-hverfinu á Manhattan og eru einstaklega vinsælir. Eigendurnir hafa gefið út margar matreiðslubækur og Oprah Winfrey hefur margsagt að „brownie“ frá Baked eigi sér engan sinn líka.
Vefsíða: bakednyc.com

Baked.

Red Rooster í Harlem
Red Rooster er með þekktari stöð­­um í Harlem og þar er skemmti­legt að koma, borða góðan og saðsaman mat og hlusta á tónlist. Staðurinn er í Suðurríkjastíl, fremst er bar og lifandi tónlist þar sem hipsterar og prúðbúnir blökku­menn með hatta í lakkskóm dilla sér, eða þannig var það í það minnsta þegar blaðamann Gestgjafans bar að garði. Fyrir aftan barinn er svo hlýlegur matsölustaður með opnu eldhúsi að hluta til. Matargerðin er ekta amerísk, með áherslu á Suðurríkin en þaðan er Marcus Samuelsson sem stýrir eldhúsinu af natni. Ég mæli með því að fólk panti borð með einhverjum fyrirvara og gefi sér tíma til að fá sér drykk á barn­um, sannarlega gaman að koma á þennan stað og upplifa Harlem!
Vefsíða: redroosterharlem.com

Matargerðin er ekta frönsk með svolítið nýstárlegu ívafi og einungis eru notuð fersk ­hráefni, hægt er að panta salade nicoise, steak tartar, croque madame og andarétti ásamt klassískum eftirréttum á borð við apple tare tatin og soufflée svo fátt eitt sé nefnt.

Cherche Midi
Cherche Midi er afar skemmti­legur franskur bístróveitinga­staður í Soho. Hönnunin minnir á Parísarveitingahús í nítjándu aldar stíl. Veggirnir eru hvítir, gulir og ljósgrænir, bekkir og hringlaga básar eru úr rauðu leðri og borðin eru öll með hvítum dúkum, afar ­fal­legur staður. Lýsingin er í gul­um tónum sem gefur staðn­um skemmtilegan og hlýlegan blæ. Matargerðin er ekta frönsk með svolítið nýstárlegu ívafi og einungis eru notuð fersk ­hráefni, hægt er að panta salade nicoise, steak tartar, croque madame og andarétti ásamt klassískum eftirréttum á borð við apple tare tatin og soufflée svo fátt eitt sé nefnt.
Vefsíða: cherchemidiny.com

Gramercy Tavern
Þessi staður sem opnaði dyr sínar árið 1994, er vel þekktur af mörgum New York-búum og til að mynda hafa Michelle ­Obama og Jimmy Fallon borðað á Gramercy Tavern. Staðurinn er í raun tvískiptur, Dining Room og Tavern en þar er hægt að fá hversdagslega à la carte-rétti í hádeginu og ekki er tekið við borðapöntun­um en í Dining Room verður að panta borð með fyrirvara og þar er fastur matseðill með einu verði, svokallaður smökk­un­­arseðill. Umhverfið er afar hlýlegt á ­Tavern, allt í dökkum við og skemmtilegar myndskreytingar efst, næst loftinu. Matargerðin er af gamla skólanum en lögð er áhersla á ferskt hráefni úr nær­umhverfinu.
Vefsíða: gramercytavern.com

WOW air flýgur til New York allt árið um kring. Verð frá 12.999 aðra leið með sköttum.

Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Nanna Teitsdóttir

Myndir / Úr safni

Lestu meira

Annað áhugavert efni