2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Nokkrar góðar reglur um búst og safa

Gott að hafa í huga næst þegar þú útbýrð búst eða safa.

Settu fræ, eins og hörfræ eða chiafræ, út í þegar búið er að blanda öllu saman. Reyndu eins og hægt er að komast hjá því að bæta við sírópi, sykri eða hunangi.

Setjið ávallt einhverja fitu í bústið, t.d. gríska jógúrt, hún er með 9,3 g af fitu í hverjum 100 g og gerir það að verkum að sykurinn fer aðeins hægar út í blóðið.

Settu fræ, eins og hörfræ eða chiafræ, út í þegar búið er að blanda öllu saman. Reyndu eins og hægt er að komast hjá því að bæta við sírópi, sykri eða hunangi.

Passið samsetninguna á ávöxtunum sem settir eru út í bústið. Bananar innihalda að meðaltali 20,2 g af kolvetnum í hverjum 100 g á meðan jarðarber innihalda 4,8 g í sama magni. Hægt er að sjá kolvetnainnihald og næringargildi ávaxta og fleiri matvæla inn á vef matis.is.

AUGLÝSING


Skyr er prótínríkt og hentar því vel fyrir þá sem þurfa á prótíni að halda en þá er mikilvægt að nota hreint skyr.

Reynið að hafa hráefnið fjölbreytt, ekki nota alltaf það sama en passið að skoða vel næringargildin t.d. inn á vef matis.is

Ef nota á ávaxtasafa í safann eða bústið notið þá ferskan nýkreistan safa, ekki keyptan safa.

Ekki sía hratið frá, hafið eins mikið af því með og hægt er.

Engifer er vinsælt í safa og búst en passið að nota ekki of mikið því engifer er sterkt og getur verið ertandi fyrir magann.

Notið krydd og kryddjurtir til að bragðbæta og minnkið eða sleppið sykri og farið varlega í magn ávaxta.

Að lokum, drekkið búst og safa í hófi í litlum skömmtum og munið að fæðan er hollust ef við fáum hana í sem minnst unnu formi, sem sagt borðum ávextina og grænmetið líka eins og móðir náttúra skapaði þá!

Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni