2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Nokkur skotheld grillráð

Grilltíminn er genginn í garð hjá mörgum. Hér koma nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að grilla í sumar.

-Best er að hita gasgrill í 10-15 mín. áður en byrjað er að grilla.

-Til að koma í veg fyrir að missa safann úr kjötinu eða grænmetinu, er gott að nota töng eða spaða frekar en að stingja gaffli í hráefnið.

-Alls ekki ýta á borgarann, kjúklinginn eða annað hráefni með spaðanum þegar þú grillar. Þá ertu bara að þrýsta vökvanum út og hráefnið verður miklu verra fyrir vikið.

AUGLÝSING


-Aldrei að setja hráefni með allri marineringunni strax á grillið, heldur bera hana á jafnóðum eða í lok eldunartímans annars brennur hún bara áður en maturinn er eldaður í gegn.

-Látið kjötið ná stofuhita áður en það er grillað, þannig eldast kjötið jafnt. Góð regla er að láta kjötið standa í u.þ.b. 1 klst. við stofuhita áður en það er eldað.

-Látið ávallt kjötið hvíla í svolítinn tíma áður en það er borðað. Þannig dreifir kjötsafinn sér betur. Góð regla er að miða við u.þ.b. 10 mínútur.

Lestu meira

Annað áhugavert efni