Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Notaleg næringarbomba – Chili sin carne

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er lítið mál að útbúa notalegan „huggumat“ (eins og hugtakið comfort food hefur svo skemmtilega verið þýtt yfir á íslensku) sem gleður bæði sálina og magann yfir dimmustu vetrarmánuðina. Hér uppskrift að einum slíkum rétti.

 

Notaleg næringarbomba – Chili sin carne
fyrir 4

Hér er chili sin carne (chili án kjöts) sem stenst kjötútgáfunni fyllilega snúning. Því vill stundum bregða við í grænmetisútgáfunni af chili að það sé svolítið vatnssósa og bragðdauft, minni frekar á þykka grænmetissúpu en kjarngott og þétt chili. Það gerir hins vegar gæfumuninn að setja rauðvín, súkkulaði og smávegið af kaffi út í. Þannig fæst þetta djúpa þykka bragð sem á að vera af chili og er auðveldara að ná fram þegar notað er kjöt í réttinn. Hér má gjarnan nota aðrar tegundir af baunum, pinto-baunir, smjörbaunir og fleiri tegundir henta líka vel. Ef þið eruð viðkvæm fyrir sterkum mat er gott að fara varlega með chili-duftið, chili-aldinið og Chipotle-maukið. Best er að setja lítið í einu og bæta frekar við eftir þörfum.

2-3 msk. olía
1 kanilstöng
1 lárviðarlauf
1 tsk. kóríanderduft
1 tsk. kumminduft
½ tsk. Hot Mexican chili-duft
1 stór rauðlaukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
1 chili-aldin, smátt saxað (fræhreinsað ef þið viljið réttinn mildari)
1-2 msk. Chipotle-mauk (fæst frá Casa Fiesta)
1 msk. þurrkað óreganó
2-3 gulrætur, skornar í bita
2 paprikur, skornar í grófa bita
100 g kasjúhnetur, fínt saxaðar
1 dós svartbaunir, skolaðar
1 dós nýrnabaunir, skolaðar
2 dósir niðursoðnir kirsuberjatómatar
5 dl kjúklinga- eða grænmetissoð
1 dl rauðvín
50 g 70% súkkulaði
1 msk. hunang
½ tsk. skyndikaffiduft
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
hnefafylli ferskur kóríander

Hitið olíu á pönnu og steikið kanilstöng og lárviðarlauf í stutta stund, bætið kryddunum saman við og steikið áfram í 1-2 mínútur. Bætið lauk út á og steikið við meðalhita þar til hann fer að mýkjast.

- Auglýsing -

Bætið hvítlauk, chili-aldini og óreganó saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur. Setjið gulrætur og papriku saman við og steikið í nokkrar mínútur. Setjið þá kasjúhnetur út í, ásamt baunum, tómötum og soði.

Látið þetta malla í u.þ.b. 30 mínútur. Bætið þá rauðvíni saman við ásamt súkkulaði, hunangi og skyndikaffidufti og látið malla í 5 mín. í viðbót. Bragðbætið með salti og pipar eins og þarf. Stráið ferskum kóríander yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Berið gjarnan fram með lárperum, sýrðum rjóma, límónusneiðum og nachos-flögum.

- Auglýsing -

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnardóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -