• Orðrómur

Nýr „pop up“-staður á Klapparstíg

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýr og áhugaverður veitingastaður var nýverið opnaður á Klapparstíg 38. Um  hamborgarastað er að ræða sem ber heitið 2Guys. Aðaláhersla er lögð á svokallaða „smass-borgara“. 2Guys mun verða starfræktur sem „pop up“-staður í þrjá mánuði.

Það eru þeir Róbert Aron Magnússon, Hjalti Vignisson og Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, sem standa að opnun staðarins. Þeir segja matseðilinn verða einfaldan. „Ein tegund af borgara, tvær tegundir af samlokum og svo „pretzel“-borgarar í takmörkuðu upplagi.“ „Pretzel“-borgarinn er unninn í samstarfi við bakarann Gunnlaug Arnar Ingason.

Sem fyrr segir verður staðurinn opinn í þrjá mánuði. Opnunartími er frá 11.30 – 21.00 fimmtudaga til laugardaga og á sunnudögum verður opið frá 13.00 – 20.00.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -