Nýtt og glæsilegt tölublað Gestgjafans kemur í verslanir á morgun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í nýja blaðinu er að finna fjöldann allan af einföldum og gómsætum uppskriftum ásamt fjölbreyttum fróðleik og viðtölum.

 

Vorlegar áherslur eru í blaðinu sem er afar litríkt en uppskriftirnar eru flestar í svokölluðum götumatarstíl og einnig eru uppskriftir sem henta sérlega vel á grillið.

Snittar eru sænskar sælkeralengjur sem ótrúlega einfalt er að gera en einnig er að finna afar áhugaverðan þátt þar sem vafflan er tekin upp á annað stig.

Vöfflur með eggaldin og hakki. Mynd / Hákon Davíð

Á forsíðunni er að finna mexíkóskar tacos sem slógu ærlega í gegn í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Spennandi barir í London eru á ferðasíðunum og Dominique fjallar um geitakjöt og bendir á góð hvítvín fyrir sumarið.

Einnig tókum við kokk ársins, Sigurjón Braga Geirsson, tali og fengum hann til að elda uppáhalds matinn sinn.

Sigurjón Bragi, kokkur ársins 2019, segir frá sjálfum sér og kokkastarfinu í viðtali við Gestgjafann.

Þetta er einungis brot af því efni sem er að finna í þessu vandaða og áhugaverða blaði.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun >

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -