Nýtt tölublað Gestgjafans er komið út – Grill og útimatur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í nýja blaðinu er að finna uppskriftir að sérlega gómsætum og sumarlegum mat sem hentar bæði á grillið og í útileguna.

Afar einfaldar en góðar fittata-eggjakökur eru meðal efnis ásamt sjúklega góðum og fljótlegum fiskréttum. Hentugar og sniðugar uppskriftir í sumarbústaðinn og ferðalagið í anda 8. áratugarins ásamt uppskriftum að gómsætum kjúklingaréttum og sumarlegum salötum prýða síður þessa fallega blaðs.

Local lögmenn héldu veislu í vinnunni í anda götumatarmenningarinnar og einnig er áhugavert innlit á Flúðasveppi og veitingastaðinn Farmers bistro.

Sævar, kokkur á veitingastaðnum Kol, er í viðtali en hann gefur lesendum blaðsins uppskriftir að sínum uppáhaldsréttum.

Palm Springs og kúrekasvæði í Kaliforníu eru í brennidepli á ferðasíðum blaðsins og Dominique fjallar um áhugaverð vín, Sardiníu og erfið ár í Suður-Afríku svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta og margt, margt fleira.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Uppskrift að þessu girnilega salati er að finna í blaðinu. Mynd / Aldís Pálsdóttir

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -