Ofureinfalt og létt haloumi-salat með ferskjum og prosciutto

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hægt er að grilla fleira en kjöt og fisk eins og t.d. ost. Halloumi-ostur er sérlega hentugur til að grilla þar sem hann hefur mjög hátt bráðnunarstig, sem sagt hann grillast vel án þess að bráðna. Halloumi-ostur er ættaður frá Kýpur en hann er yfirleitt gerður úr blöndu af geita- og sauðamjólk en einnig kúamjólk í sumum tilfellum. Osturinn er frábær til að nota í ýmsa grænmetisrétti, bæði sem aðalréttur og meðlæti en hann er einnig snilld sem aðaluppistaðan í sumarlegum salötum. Hér er ein afar einföld og góð slík uppskrift.

Halloumi-salat með ferskjum og prosciutto
fyrir 2-4

1 stk. halloumi-ostur, skorinn í sneiðar
2 ferskjur eða nektarínur, skornar í fjóra parta
u.þ.b. 70 g klettasalat
2-4 greinar fersk basilíka, laufin söxuð gróft
hnefafylli furuhnetur
safi úr ½-1 sítrónu
3-6 sneiðar prosciutto-skinka, rifin gróft

Hitið grillið á meðalhita. Grillið ostinn á báðum hliðum þar til hann hefur brúnast fallega. Látið kólna lítillega og skerið ostinn í strimla. Grillið ferskjur eða nektarínur þar til þær hafa tekið fallegan lit og eru aðeins farnar að mýkjast. Látið kólna lítillega og skerið síðan í minni báta. Setjið klettasalat á disk ásasmt basilíku og raðið osti, ferskjum og prosciutto ofan á. Dreifið furuhnetum yfir og bragðbætið með salti og pipar. Dreypið salatsósu yfir rétt áður en salatið er borið fram.

appelsínusalatsósa:
½ dl appelsínusafi
2 msk. hvítvínsedik
2 msk. ólífuolía
½ tsk. dijon-sinnep

Blandið öllu vel saman.

Uppskrift/Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Aldís

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -