• Orðrómur

Ofurhollur og einfaldur – ofnbakaður lax

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þrjár einfaldar og góðar uppskriftir að ofnbökuðum laxi.

Lax er með því hollasta sem við getum í okkur látið og flest ættum við að borða meira af honum. Hann er sannkölluð ofurfæða sem einfalt er að matreiða. Hér eru þrjár uppskriftir að gómsætum, ofnbökuðum laxi, sem eru líka sérstaklega fljótlegar og einfaldar. Tilvaldir réttir í matarboð eða hversdags.

Ofnbakaður lax með skalotlauk og osti.

Ofnbakaður lax með skalotlauk og osti
fyrir 4

- Auglýsing -

Í þennan rétt að prófa að nota með lauknum það grænmeti sem til fellur, t.d. sveppi, tómata eða spínat. Athugið bara að eldunartíminn er stuttur þannig að grænmetið þarf að vera mjög þunnt sneitt.

1 lítið laxaflak (700-800 g)
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
4-5 skalotlaukar, afhýddir og skornir í mjög þunnar sneiðar
½ stk. fennel, skorið í þunnar ræmur
börkur af 1 límónu

ofan á:
2 msk. majónes
safi úr ½ sítrónu
1 msk. hunangs-dijon-sinnep
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
½ dl rifinn ferskur parmesanostur
½ dl rifinn ostur, t.d. gratínostur
fersk steinselja til skrauts (má sleppa)

- Auglýsing -

Hitið ofn í 180°C. Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á bökunarplötu. Stráið salti og pipar á flakið raðið lauk og fennel ofan á og raspið límónubörk yfir. Blandið saman majónesi, sítrónusafa og sinnepi, bragðbætið með salti og pipar. Hellið sósunni varlega ofan á fiskinn og dreifið rifnum osti yfir. Bakið í 15 mín., takið þá laxinn úr ofninum og látið hann standa í 5 mín. áður en hann er borinn fram, þannig eldast hann aðeins áfram. Ef þið viljið brúna ostinn betur má setja fiskinn undir sjóðheitt grillið í ofninum í u.þ.b. 2 mín.

Ef tími vinnst til er aldrei verra að láta réttinn standa í stutta stund við stofuhita (20-30 mín.) áður en hann er settur í ofninn, þannig tekur fiskurinn í sig bragð af hráefnunum sem liggja ofan á flakinu.

________________________________________________________________

- Auglýsing -

Ofnbakaður lax í valhnetuhjúp
fyrir 4

Ofnbakaður lax í valhnetuhjúp.

Hollur og góður kostur t.d. í matarboði. Berið gjarnan fram með ofnbökuðum sætum kartöflum, léttri jógúrtsósu og fersku salati, það gerist ekki betra.

1 lítið laxaflak (700-800 g)
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
½ dl hunangs-dijon-sinnep
Hitið ofn í 180°C. Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á bökunarplötu. Stráið salti og pipar á fiskinn og penslið hunangs-dijon-sinnepinu á flakið. Dreifið valhnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með höndunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mín. Takið þá laxinn úr ofninum og látið hann standa í 5 mín. áður en hann er borinn fram, þannig eldast hann aðeins áfram.
valhnetuhjúpur:
100 g valhnetur, fínt saxaðar
4 msk. brauðrasp
börkur af 1 sítrónu
1 msk. ólífuolía
1 búnt steinselja, fínt söxuð
1-2 hvítlauksgeirar, fínt rifnir
½-1 tsk. gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu vel saman.

Meðlæti sem passar vel með ofnbökuðum laxi er t.d. ofnbakað eða grillað grænmeti, kartöflumús með hvítlauk, kúskús, hrísgrjón eða ferskt salat. Eins getur verið gott að útbúa léttar sósur úr sýrðum rjóma eða jógúrt, t.d. með svolitlu pestói út í, sinnepi, harissa-mauki eða ferskum kryddjurtum. Einfalt og gott!

____________________________________________________________________

Ofnbakaður lax með grískri jógúrt og dilli
fyrir 4

Ofnbakaður lax með grískri jógúrt og dilli.

Í þennan rétt er líka tilvalið að prófa að setja sýrðan rjóma eða kotasælu í staðinn fyrir eða með grísku jógúrtinni. Léttur réttur sem passar vel t.d. með góðu kúskúsi. Hann er ekki síður góður kaldur daginn eftir.

1 lítið laxaflak (700-800 g)
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
1-2 greinar ferskt dill, saxað
safi úr ½ sítrónu

Hitið ofn í 180°C. Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á bökunarplötu. Stráið salti og pipar á fiskinn og dreifið fersku dilli yfir, ásamt sítrónusafa. Smyrjið sósunni jafnt yfir flakið og bakið í 15 mín. Takið þá laxinn úr ofninum og látið standa í 5 mín. áður en hann er borinn fram, þannig eldast hann aðeins áfram.

sósa:
2 dl grísk jógúrt
1 hvítlauksgeiri
1 msk. dijon-sinnep
½ rauðlaukur, fínt saxaður
2-3 greinar ferskt dill, fínt saxað
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Tilgangur matar er að veita orku sem endist allan daginn“

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -