Óx besti veitingastaður Íslands og skarar fram úr á heimsmælikvarða

Deila

- Auglýsing -

Veitingastaðurinn Óx á Laugavegi sem er í eigu Þráins Freyr Vigfússonar matreiðslumanns þykir besti veitingastaður Íslands samkvæmt White Guide.

 

White guide er skandinavískur matarrýnir og að sögn Þráins bæði virtur og vel lesinn á Norðurlöndunum.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur,“ segir Þráinn.

Óx er þó ekki bara valinn sem sá besti hér á landi, heldur þykir veitingastaðurinn einnig skara fram úr á heimsmælikvarða, Global Master Level, og er það í fyrsta sinn sem íslenskur veitingastaður nær þeim árangri.

Óx er leyndasti staður landsins (eða var það allavega) en veitingastaðurinn er 11 sæta staður, inn af veitingastaðnum Sumac Grill + Drinks, Laugavegi 28. Þar sitja gestir við borð og fylgjast með Þráni og öðrum kokkum staðarins elda matinn frá grunni. Boðið er upp á öðruvísi íslenskan gamaldags mat í nýjum búningi í bland við klassíska evrópskra matargerðalist, allt er innifalið í verði, vínpörun eða óáfeng pörun og kaffi.

Georg Arnar Halldórsson, Hafsteinn Ólafsson og Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumenn

 

- Advertisement -

Athugasemdir