• Orðrómur

Páskamaturinn í aðalhlutverki – Fjölbreytt, ferskt og flott

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýjasti Gestgjafinn er kominn út en í þessu skemmtilega blaði leika páskasteikur og geggjað meðlæti stórt hlutverk.

Gott meðlæti fullkomnar máltíðina og í blaðinu finnur þú nokkrar sérlega góðar og frekar einfaldar uppskriftir að meðlætinu með páskasteikinni. Sömuleiðis uppskriftir að páskasteikum en smekkur manna er misjafn og þess vegna pössum við upp á fjölbreytileikann. Lamb, naut, svín og grænmetissteik kemur við sögu í þessum þætti, eitthvað fyrir alla.

Gott meðlæti fullkomnar veislumatinn. Mynd Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Í blaðinu finnur þú einnig fjölbreytta eggjarétti en möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að eggjum – stökk taílensk eggjakaka, eggjabrauð með tómötum og bökuð egg með grænkáli og ricotta-osti svo nokkur dæmi séu nefnd. Réttirnir henta allir vel sem léttir réttir með brauði og salati og eru þess vegna fullkomnir á hlaðborð eða sem forréttir.

Hindberjadraumur í glasi. Mynd / Hákon Davíð

Eftirrétta-mousse er hinn fullkomni eftirréttur í páskaboðinu. Það er eitthvað svo girnilegt við mjúka og létta súkkulaðimús en hana þekkja nú flestir í einhverri mynd. Við gefum lesendum nokkrar tegundir af dásamlegum músum eða „mousse“ eins og Frakkar segja.

- Auglýsing -

Sigurborg og Gísli deila uppskriftum með lesendum. Mynd / Unnur Magna

Við heimsækjum svo Sigurborgu Selmu og Gísla Ingimundarson sem héldu páskabröns þar sem ferskur matur frá Miðausturlöndum var á boðstólnum. „Við erum mjög hrifin af mat af þessu tagi og erum oft með hann heima. Þetta er létt og ferskt og alveg fullkomið í bröns,“ segir Sigurborg. Þau deila uppskriftum með lesendum Gestgjafans.

Örn og Grétar halda úti skemmtilegum Facebook-hóp sem heitir Þarf alltaf að vera vín? Myndir / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, segja lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf að vera vín? en þar fræða þeir áhugasama um vín „á mannamáli“ eins og þeir orða það. Þeir gefa lesendum uppskriftir að tveimur kokteilum og einnig þorskhnakka með stökkri parmaskinku.

Þá fáum við leirlistafólk til að sýna takta sína í bakstri og deila uppskriftum að girnilegum kökum. Sannkölluð listaverk sem þau galdra fram.

Kaka sem keramíkhönnuðurinn Þóra Breiðfjörð bakaði. Mynd / Hallur Karlsson

Svo verðum við að nefna þessar dásamlega djúsí súkkulaðibitakökur með hnetusmjörskremi en þær slógu svo sannarlega í gegn í tilraunareldhúsi Gestgjafans.

Geggjaðar súkkulaðibitakökur sem slá í gegn. Mynd / Hákon Davíð

Þetta og miklu meira í nýjasta Gestgjafanum.

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -