Pastasalat með stökkum núðlum og sesamfræjum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Einfalt, þægilegt og svo ofsalega gott. Það er nánast ómögulegt að gera vondan mat þegar hráefnið er gott, notið því gott pasta, ferskar kryddjurtir og brakandi nýtt grænmeti og þetta getur ekki klikkað.

Pastasalat með sesamfræjum og stökkum núðlum
fyrir 2-3

200 g pastaskrúfur
40 g skyndinúðlur, muldar smátt
1/2 dl möndluflögur
1 msk. sesamfræ
400 g eldaðar kjúklingalundir eða bringur
1 haus romaine-salat
4 vorlaukar, smátt skornir
1 rautt chili-aldin, smátt skorið

Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakkningu og sigtið vatnið frá. Þurrristið núðlur, möndluflögur og sesamfræ á þurri pönnu þar til allt hefur tekið fallegan lit (það er ágætt að rista hvert hráefni fyrir sig sér). Rífið kjúklingakjötið gróft og skerið salatið í strimla. Blandið því næst öllu saman í stórri skál ásamt salatsósunni. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf.

salatsósa:
5 msk. hrísgrjónaedik
2 msk. olía
2 msk. sesamolía
3 msk. sojasósa
3 msk. sesamfræ
3 tsk. púðursykur
2 tsk. sítrónusafi
nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu vel saman.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -