Pittsburgh: Listir, matur og menning! 

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Borg sem kemur skemmtilega á óvart.

Strip District er áhugavert fyrir mataráhugafólk enda er það vinsælt meðal heimamanna.

Eitt það fyrsta sem kemur upp í huga fólks í tengslum við Pittsburgh er eflaust stál og stáliðnaður og kannski ekki að furða þar sem borgin var oft kölluð stálborgin. Sú tíð er reyndar liðin og nú státar hún af því að vera talin með líflegustu borgum Bandaríkjanna og var nýlega kosin ein af 10 mest spennandi og vaxandi borgunum af TripAdvisor. Pittsburgh var einnig nýlega kosin mest spennandi matarborg Bandaríkjanna af Zagat-útgáfunni.

Borgin er staðsett í Pennsylvaníu sem er sunnan við New York-fylki. Í henni renna saman árnar Allegheny og Monongahela og verða að Ohio-ánni. Árnar setja mikinn svip á borgina þar sem þær liðast sitthvoru megin við háhýsi miðborgarinnar og sameinast við oddinn á Point State Park en þar er fallegur gosbrunnur sem er með þeim hæstu í Bandaríkjunum. Ein fallegasta aðkoma að nokkurri borg sem ég hef komið til er í Pittsburgh þegar keyrt er í gegnum göngin Fort Pitt Tunnel, þá blasir þessi græna og hæðótta borg við þar sem falleg háhýsi og fjöldi stálbrúa gleðja augað en þær eru 445 talsins og margar hverjar fallegar.

Enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast í Pittsburgh enda hefur borgin upp á margt skemmtilegt að bjóða. Sem dæmi má nefna listasöfn, íþróttaviðburði, fallegar byggingar, borgarhátíðir, listigarða og talsvert er af spennandi matsölustöðum í borginni. Ungt fólk er í ríkum mæli að færa sig yfir til Pittsburgh og opna þar mastölustaði fremur en í New York,

Enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast í Pittsburgh enda hefur borgin upp á margt skemmtilegt að bjóða. Sem dæmi má nefna listasöfn, íþróttaviðburði, fallegar byggingar, borgarhátíðir, listigarða og talsvert er af spennandi matsölustöðum í borginni.

þar sem allt er talsvert ódýrara þar og íbúarnir ungir. Verðlagið í borginni er gott og til dæmis er enginn virðisaukaskattur af fatnaði í fylkinu. Nokkrar stórar verslunarmiðstöðvar eru fyrir utan borgina en einnig eru margar búðir í kringum David L. Lawrence Convention Center og þar eru líka mörg hótel.

Borgin er afar spennandi fyrir mataráhugafólk og Strip-hverfið sérstaklega áhugavert. Það er gamalt iðnaðarhverfi sem hefur verið að breytast í matsölustaða- og skemmtanahverfi. Þar eru bruggverksmiðjur, barir, kaffihús, matsölustaðir og fólk að selja gæðamat, eins og heimagert brauð, osta, kökur og margt fleira, og inni á milli eru litlar búðir. Þetta er hverfið til að fara í á föstudögum og laugardögum endar afar vinsælt meðal heimamanna. Á suma matsölustaði er mikilvægt að bóka borð í tíma, jafnvel áður en lagt er af stað frá heimahögunum. Pittsburgh er áfangastaður sem kemur skemmtilega á óvart,Pittsburgh er „hipp og kúl“.

Áhugavert í Pittsburgh

THE FRICK ART & HISTRICAL CENTER
Þyrping af húsum þar sem bæði eru sýningar, listasafn, gróðurhús, veitingastaður og hús Fricks sjálfs en hann var auðkýfingur sem hagnaðist á stáliðnaði og viðskiptum. Það skemmtilega við þessa safnamiðstöð er einmitt fjölbreytileikinn, sérlega skemmtilegt er að skoða Fricks-húsið sem var byggt á seinni hluta 19. aldar en húsið er nánast eins og gengið hafi verið út úr því rétt fyrir aldamótin 1900. Sérstaklega er gaman að skoða borðstofuna og allt fallega leirtauið þar. Hægt er að verja deginum á staðnum, þar er ágætur veitingastaður og gaman að sitja úti. Vefsíða: thefrickpittsburgh.org.

Þetta safn, sem enginn listaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara, er sérlega vel upp sett og aðgengilegt.

DUQUESNE INCLINE
Þetta er lestarkláfur sem er yfir 135 ára gamall og fer upp Washington-fjall. Þar er gríðalega fallegt útsýni yfir borgina og ég mæli með að fara þangað í ljósaskiptunum. Útsýnið af fjallinu þykir eitt það fallegasta  í Bandaríkjunum. Vefsíða: duquesneincline.org.

ANDY WARHOL-SAFNIÐ
Andy Warhol er sennilega þekktasti popplistamaður heims en hann var frá Pittsburgh. Þetta safn, sem enginn listaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara, er sérlega vel upp sett og aðgengilegt. Ég mæli með leiðsögn um safnið eða í það minnsta hljóðleiðsögn (audio guide). Warhol-safnið er með þeim skemmtilegri sem ég hef komið á. Vefsíða: warhol.org.

HEINZ-SAFNIÐ
Sennilega tengja margir tómatsósu við Heinz-nafnið en það var einmitt hann sem fann upp tómatsósuna. Heinz var mikill frumvöðull og framleiddi og seldi meðal annars súrsaðar gúrkur í miklu magni. Á safninu er hægt að skoða sögu Heinz sem er í raun bara lítill hluti af öllu því sem safnið hefur upp á að bjóða. Þar er hægt að skoða ýmsa skemmtilega gamla muni, gamla bíla, lestir, hestvagna, muni tengda íþróttum og margt fleira. Þetta er frábær áfangastaður fyrir börn og fullorðna. Vefsíða: heinzhistorycenter.org.

STRIP DISTRICT
Þetta hverfi er áhugavert fyrir mataráhugafólk enda er það vinsælt meðal heimamanna. Þarna eru matsölustaðir, kaffihús, litlar búðir og sölubásar þar sem hægt er að kaupa gæðaferskvöru á góðu verði. Eins og áður sagði er svæðið vinsælt meðal heimamanna og þarna er líf og fjör á kvöldin og um helgar.

CARNEGIE MUSEUM OF ART
Þetta er eitt þekktasta safnið í Pittsburgh enda sérlega skemmtilegt og fallegt safn fyrir listunnendur. Carnegie-safnið var stofnað árið 1895 og er staðsett í Oakland-hverfinu. Þar er mikið af nútímalistaverkum sem gaman er að skoða. Vefsíða: cmoa.org/art.

Þeir sem hafa aldrei upplifað hafnaboltaleik ættu að skella sér á hafnaboltaleikvang Pittsburgh Pirates.

PNC PARK – HAFNABOLTALEIKVANGUR PITTSBURGH PIRATES
Þeir sem hafa aldrei upplifað hafnaboltaleik ættu að skella sér á þennan leikvang því hann þykir bjóða upp á eitt fallegasta útsýni af öllum leikvöngum í Bandaríkjunum. Ég mæli sérstaklega með þessari afþreyingu ef ferðast er í hópi með skemmtilegu fólki. Þá er gaman að leigja sér VIP-svítu með veitingum, sem getur komið sér vel því hafnabolti er langur og afar hægur leikur og því gott að hafa eitthvað að bíta og brenna. Vefsíða: mlb.com/pirates.

PHIPPS CONSERVATORY AND BOTANICAL GARDENS
Sérlega fallegur og sögufrægur grasagarður sem er í Schenley-almenningsgarðinum. Þarna eru afar gömul og fögur gróðurhús en garðurinn var stofnaður árið 1893 af Henry Phipps stálviðskiptajöfri sem gaf Pittsburgh garðinn.  Vefsíða: phipps.conservatory.org.

Hagnýtar upplýsingar

FERÐAMÁTI
WOW air flýgur til Pittsburgh allt árið. Verð frá 9.999 kr. aðra leið með sköttum.
Flugvöllurinn er í um 20 km fjarlægð frá borginni og ferðin tekur um 25 mínútur ef engin umferð er. Hægt er að taka flugvallarrútu, leigubíl, Uber eða skutlu. Uber-leigubílaþjónustan virkar mjög vel í borginni en Pittsburgh er fyrsta borgin þar sem verið er að prufukeyra sjálfstýrða leigubíla sem gaman er að sitja í.

VEÐURFAR
Pittsburgh er talsvert inni í landi svo þar verður vel heitt á sumrin og nokkuð kalt á veturna. Heitustu mánuðirnir eru júlí og ágúst með meðalhita upp á 23°C en köldustu mánuðirnir eru desember, janúar og febrúar og þá fer meðalhitinn niður í -2°C. Búast má við snjókomu yfir köldustu vetrarmánuðina svo mikilvægt er að taka með sér hlýja úlpu, húfu og vettlinga en á sumrin ættu hlýrabolir og stuttbuxur að vera í farteskinu ásamt góðri sólarvörn.

Búast má við snjókomu yfir köldustu vetrarmánuðina svo mikilvægt er að taka með sér hlýja úlpu, húfu og vettlinga.

ÞJÓRFÉ
Mikilvægt er að gefa þjórfé í Pittsburgh þar sem sumt starfsfólk fær hluta launa sinna í gegnum þjórféð, þetta á sérstaklega við um starfsfólk veitingahúsa. Á veitingastöðum og í leigubílum er viðeigandi að bæta 15% ofan á reikninginn. Passið að stundum er búið að setja þjónustugjaldið inn í reikninginn, sér í lagi ef um hópa er að ræða.

Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Visitpittsburgh

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Illindi vegna yfirgangs Þórdísar

Sú ákvörðun Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, að bylta Haraldi Benediktssyni alþingismanni úr oddvitasæti...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -