Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Púðursykursmarensinn hennar ömmu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljúffengur marens með döðlum, súkkulaði og rjóma.

 

Ég hef spurt þónokkra í kringum mig hvort þeir hafi orðið varir við marenskökur á ferðalögum sínum um heiminn. Svarið er eiginlega alltaf nei eða að það hafi alla vega ekki verið mjög áberandi. Því fór ég að velta fyrir mér hvort marensáhugi og -ást sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Um það er erfitt að fullyrða en það er alveg á hreinu að marens er engu að síður mjög vinsæll á Íslandi. Varla er haldin íslensk veisla án þess að skellt sé í marens og borin fram girnileg og gómsæt marensterta. Það var þessi einstaki áhugi landans á marens sem varð einmitt kveikjan að gerð þessa marens.

3 botnar

150 g eggjahvítur (4 stk.), við stofuhita
½ tsk. salt
360 g púðursykur (4 dl)
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. edik
100 g döðlur, skornar smátt
100 g suðusúkkulaði, saxað smátt
500 ml rjómi, þeyttur

Hitið ofninn á 150°C. Undirbúið bökunarplöturnar með því að setja á þær bökunarpappír og strikið hringi til að nota sem skapalón. Setjið eggjahvíturnar í hrærivélarskálina ásamt saltinu og lyftiduftinu og byrjið að þeyta á miðlunghraða.

Þegar þær eru byrjaðar að freyða ágætlega, eftir 2–3 mín. hækkið þá hraðann og setjið sykurinn saman við í 3–5 skömmtum og þeytið vel í á milli. Heildartíminn á þeytingunni er um 10–13 mín. En þegar marensdeigið er orðið glansandi og stífir toppar farnir að myndast er það tilbúið. Púðursykur er grófari en hvítur sykur og leysist verr upp en það er í lagi hér. Bætið edikinu við og hrærið áfram.

Að lokum blandið þið saxaða súkkulaðinu og döðlunum varlega saman við. Setjið deigið á bökunarplöturnar og bakið í 60–90 mín. Takið út úr ofninum og látið kólna. Geymið í plastpoka þangað til þið setjið saman. Látið þeyttan rjóma á milli, ásamt súkkulaðisósu og skreytið með döðlum og súkkulaði.

- Auglýsing -

Súkkulaðisósa

Hér er líka hægt að nota tilbúna
súkkulaðisósu
200 g suðusúkkulaði
400 ml rjómi
½ tsk. salt

Hitið rjómann í potti að suðu og bætið súkkulaðinu og saltinu saman við. Látið standa í 4 mín. Hrærið vel saman.

Texti / Gunnar Helgi Guðjónsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -