• Orðrómur

Rauðrófuhummus með piparrót

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér kemur æðisleg uppskrift að rauðrófuhummus með piparrót. Bragðgott og fallegt á litin.

1 dós kjúklingabaunir
1 rauðrófa, soðin
1 hvítlauksrif, afhýtt
40 g ristaðar pekanhnetur
1 msk. tahini
2 msk. piparrót, rifin
cayenne-pipar
1 sítróna, safinn notaður
salt
nýmalaður svartur pipar
3/4 dl ólífuolía

Skolið kjúklingabaunirnar vel undir köldu vatni og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefninu nema olíunni. Látið vélina ganga í litla stund og bætið svo olíunni saman við í mjórri bunu á meðan vélin gengur.

- Auglýsing -

Þegar maukið er orðið vel samlagað smakkið það þá til með pipar, salti eða öðru kryddi í uppskriftinni sem ykkur finnst vanta, þeir sem ekki eru fyrir sterkt bragð ættu að setja cayenne-piparinn síðast og smakka til eða sleppa honum og fara varlega í piparrótina.

Hummusinn geymist vel í 3-4 daga í ísskáp.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -