• Orðrómur

Ætlar þú að sötra rósavín um helgina?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Undanfarin ár hafa vinsældir rósavíns verið að aukast enda afar þægileg og skemmtileg tegund víns sem auðvelt er að drekka og parast vel með mat. Ekki spillir fallegi liturinn fyrir vinsældunum enda sérlega sumarlegur.

Rósavín hefur ekki alltaf þótt eins fínt og hvítvín og rauðvín en þetta viðhorf er þó aðeins að breytast og mikil gróska er í rósavínsframleiðslu víða um heim. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um rósavín fyrir þann sem lítið veit en vill vita mikið.

-Rósavín er búið til með því að láta hýðið af rauðum vínberjum liggja í stuttan tíma með vínsafanum.

-Liturinn á rósavíni ræðst oftast af því hvaða þrúga er notuð og hversu lengi hýðið er látið liggja í vínsafanum. Vínbóndinn getur því stjórnað litnum á víninu nokkuð vel.

- Auglýsing -

-Rósavín er hægt að búa til úr nánast hvaða þrúgu sem er, bæði hvítum og rauðum, þó eru flest rósavín framleidd úr rauðum þrúgum.

-Þegar hýðið er sigtað frá vínsafanum er vínið látið gerjast líkt og hvítvín.

-Margar tegundir rósavína eldast í stáltönkum en fínni vín eru látin eldast á eik.

- Auglýsing -

-Rósavín geta verið sæt eða þurr og þau er einnig hægt að fá sem freyðivín.

-Rósavín hafa hingað til verið árstíðarbundin vín og koma oftast á markaðinn á vorin og í byrjun sumars. Með auknum vinsældum rósavína hefur þetta þó breyst svolítið en vínbændur hafa ekki alltaf getað annað eftirspurn enda hefur neysla á þessu bleika víni stóraukist undanfarin ár.

-Hvers vegna er rósavín í glærum flöskum? Augljósa svarið ætti náttúrlega að vera af því að það er svo fallegt á litinn og vissulega er það hluti af því. En helsta ástæðan er sú að rósavín er árstíðarbundið vín sem er í raun ekki ætlað til geymslu. Dökkar flöskur vernda vínið fyrir ljósi og þannig geymist það betur.

- Auglýsing -

-Flest rósavín sem framleidd eru í Frakklandi koma frá Languedoc-Roussillon og Provence, héruðum sem eru í suðrinu. Algengustu þrúgurnar eru grenache og syrah. Í Ameríku eru framleiddar margar gerðir af rósavíni og er algengasta þrúgan þar hvít zinfandel. Spánverjar nota mest tempranillo og garnacha á meðan Ítalir búa til „rosata“ eða rósavín úr ýmsum þrúgum.

-Rósavín ilma almennt af blómum og ávöxtum og því er best að drekka þau úr fremur stóru og víðu glasi.

-Algengasta bragðið sem hægt er að finna í rósavíni er: jarðarber, hindber, hunangsmelóna, kirsuber, ferskja og blóm eins og rósir. Þó leynist oft ýmislegt annað spennandi í bragðinu.

-Rósavín parast vel með fjölbreyttum mat, sýran er áþekk og í hvítvíni en angan og bragð svipar meira til rauðvína. Þess ber þó að geta að rósavín geta verið misjöfn eftir því hvernig þau eru framleidd og hvaðan þau koma og því passa þau ekki endilega með öllu.

-Gott er að drekka rósavín vel kælt eða við átta til tólf gráður og þess vegna er sérlega gott að drekka það í hita. Sæt rósavín eru betri við 8-10 gráður en þurr við 10-12 gráður.

Mynd / Hallur Karlsson

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -