• Orðrómur

Sælgæti á fjöllum: Epla- og granólamúffur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eitt það mikilvægasta sem ber að hafa í huga þegar farið er í göngur, fyrir utan góðan skóbúnað, er að passa upp á orkuna. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa gott nesti með í för sem veitir langvarandi orku svo við getum haldið ótrauð áfram um fjöll og firnindi. Nestið þarf að vera handhægt að grípa í, auðvelt að borða og verulega gómsætt. Það ættu því allir að geta verið sælkerar á fjöllum.

 

Epla- og granólamúffur

12 múffur

- Auglýsing -

390 g hveiti
150 g sykur
1 tsk. kanill
12 ferskar döðlur, steinninn fjarlægður og döðlurnar skornar smátt
80 g rúsínur
185 g granóla
125 ml jómfrúarolía
180 ml mjólk
2 egg
1 tsk. vanilludropar
3 græn epli, afhýdd, kjarninn fjarlægður og eplin rifin niður gróft

Hitið ofn í 180°C. Setjið hveiti, sykur, kanil, döðlur, rúsínur og 125 g af granóla saman í stóra skál og blandið saman. Bætið olíu, mjólk, eggjum, vanillu og eplum saman við og hrærið öllu vel saman. Reynið að hræra blönduna eins lítið og hægt er til að koma í veg fyrir að múffurnar verði seigar.

Smyrjið 12 múffuform með svolítilli olíu, hvert form ætti að taka u.þ.b. 125 ml af deigi, ef ekki eru til pappaform til að setja í stálformin má setja smjörpappír í staðinn. Skiptið deigblöndunni á milli formanna og dreifið restinni af granóla á milli formanna ofan á deigið. Bakið í miðjum ofni í 25-30 mín.

- Auglýsing -

Látið múffurnar kólna í 2 mín. áður en þær eru teknar úr formunum. Setjið þær á vírrekka og látið kólna alveg. Pakkið múffunum inn í smjörpappír og geymið við stofuhita.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -