• Orðrómur

Sælgæti á fjöllum: Harðsoðin egg með bragðbættu salti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eitt það mikilvægasta sem ber að hafa í huga þegar farið er í göngur, fyrir utan góðan skóbúnað, er að passa upp á orkuna. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa gott nesti með í för sem veitir langvarandi orku svo við getum haldið ótrauð áfram um fjöll og firnindi. Nestið þarf að vera handhægt að grípa í, auðvelt að borða og verulega gómsætt. Það ættu því allir að geta verið sælkerar á fjöllum.

 

Harðsoðin egg með bragðbættu salti

Algengt er að taka með sér harðsoðin egg í nesti enda eru þau frábær próteingjafi. Hér er sælkeraútgáfa að eggjum sem gera þau einstaklega góð.

- Auglýsing -

6 harðsoðin egg

Paprikusalt:

2 msk. sjávarsalt

- Auglýsing -

1 tsk. paprika

¼ tsk. nýmalaður svartur pipar

½ tsk. chili-flögur

- Auglýsing -

Blandið öllu saman í litla skál.

Steinseljusalt

2 msk. sjávarsalt

2 tsk. þurrkuð steinselja

¼ tsk. nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu saman í litla skál. Takið skurnina utan af og þerrið eggin. Leggið 3 egg ofan á smjörpappír og dreifið paprikusalti yfir eggin. Pakkið eggjunum inn í smjörpappírinn. Endurtakið ferlið með steinseljusaltinu. Gott er að pakka eggjunum vel inn þar sem þau gætu blotnað örlítið.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -