2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sælgæti á fjöllum: Hnetu- og fræbitar með dökku súkkulaði

Eitt það mikilvægasta sem ber að hafa í huga þegar farið er í göngur, fyrir utan góðan skóbúnað, er að passa upp á orkuna. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa gott nesti með í för sem veitir langvarandi orku svo við getum haldið ótrauð áfram um fjöll og firnindi. Nestið þarf að vera handhægt að grípa í, auðvelt að borða og verulega gómsætt. Það ættu því allir að geta verið sælkerar á fjöllum.

 

Hnetu- og fræbitar með dökku súkkulaði

u.þ.b. 32 bitar

Einnig er hægt að mylja þessa hnetubita niður í höndunum og nota út á jógúrt með ferskum berjum.

AUGLÝSING


320 g brasilíuhnetur, gróflega saxaðar, má nota aðrar hnetur
125 g poppað kínóa eða hirsi
80 g graskersfræ
50 g chiafræ
50 g 70% súkkulaði, skorið gróft niður
110 g hunang
fræ úr 1 vanillustöng

Hitið ofn í 160°C. Setjið hnetur, hirsi, graskersfræ, chiafræ, súkkulaði, hunang og vanillu saman í skál og hrærið vel. Setjið bökunarpappír í 20x30cm bökunarform.

Hellið blöndunni yfir í mótið, dreifið úr henni og þrýstið vel niður með höndunum. Bakið í miðjum ofni í 30-35 mín. Kælið inni í ísskáp þar til blandan er orðin alveg köld.

Skerið í bita og geymið í loftþéttum umbúðum og setjið smjörpappír á milli.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni