Sælkera-bruchetta með bræddum osti og bláberjamauki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hver elskar ekki bræddan ost á stökku brauði með bláberjamauki? Þessi sælkerauppskrift er tilvalin þegar komið er heim úr ferðalagi og lítil orka eftir til að elda stóra máltíð. Einnig er hægt að nota aðrar gerði af osti og ef ekki gefst tími til að gera bláberjamaukið má nota góða bláberjasultu eða aðrar sultur.

Bruchetta með osti og bláberjum
fyrir 4

4 þykkar brauðsneiðar, við notuðum fínt ítalskt brauð
2 msk. smjör eða olía
1 hvítlauksgeiri
150 g rjómaostur
1 hvítmygluostur
hnefafylli klettakál
2 msk. gæðaólífuolía

Hitið ofninn í 230°C. Raðið brauðinu á ofnplötu og penslið það með smjöri eða olíu. Bakið brauðið þar til það verður gullið á litinn. Fyrir þá sem vilja vel stökkt brauð er gott að snúa því við og glóða eins hinum megin, það þarf þó ekki ef brauðsneiðin er þunn. Skerið hvítlaukinn í tvennt og nuddið honum á bakað brauðið. Lækkið hitann á ofninum í 200°C. Smyrjið rjómaost ofan á brauðsneiðarnar og setjið 2 msk. af bláberjamaukinu á hverja sneið. Skerið hvítmygluostinn í sneiðar og raðið honum ofan á brauðsneiðina. Bakið brauðið í ofninum þar til osturinn fer að bakast. Setjið brauðið á diska, setjið svolítið af klettasalati á hverja sneið og sáldrið ólífuolíu yfir. Malið pipar yfir. Einnig er hægt að skipta hvítmygluostinum út og nota camembert-ost eða annan svipaðan ost.

Bláberjamauk:

300 g bláber
2 msk. balsamedik, má líka nota sítrónusafa
1 tsk. tímían
½ tsk. sítrónubörkur

Setjið allt í pott og sjóðið saman í 5 mín.

Uppskrift/Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Sunna Gautadóttir

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira