• Orðrómur

Sælkerar á faraldsfæti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nokkur góð ráð fyrir munaðarseggi sem ætla að ferðast í sumar.

 

Bókið stað með góðum fyrirvara

Verið búin að bóka einhverja matsölustaði áður en farið er að heiman. Sniðugt er að festa nokkra staði í hverri ferð en ekki festa sig öll kvöld og hádegi því ef eitthvað skemmtilegt rekur á fjörurnar er gott að hafa svigrúm fyrir það. Áhugi og áherslur hvers og eins eru vissulega misjafnar en mér finnst sérlega gaman að blanda tegundunum af stöðum sem ég fer á í hverri ferð, þ.e.a.s. að fara á nokkra fína og vinsæla en fara líka á litlar skemmtilegar matarbúllur inn á milli ásamt því að útbúa litla lautarferð á hótelinu eða í íbúðinni.

- Auglýsing -

Leitaðu ráða

Fáðu upplýsingar frá íbúum svæðisins, þjónustuborðin á stórum hótelum eru ekki alltaf best. Ég er dugleg að reyna að ná sambandi við afgreiðslufólk kaffihúsa og matsölustaða. Þeir sem vinna á matarmörkuðum og í sælkerabúðum vita oft ýmislegt um góða veitingastaði, bari og kaffihús.

Fáðu það ferskasta

- Auglýsing -

Pantaðu rétti dagsins, þeir eru oftast gerðir úr ferskasta fáanlega hráefninu. Verið líka óhrædd við að fá ráðleggingar frá þjónum staðanna sem þið eruð á. Ég spyr mjög oft hvaða réttir séu vinsælastir og í hverju staðurinn er bestur, það hefur oft reynst mér vel. Stundum hafa staðirnir meira að segja boðist til að gera til dæmis smakk af öllum forréttunum sem er gaman.

Skipulegðu þig vel

Ef ætlunin er að borða mikið og fara á marga staði í stuttri ferð gæti verið sniðugt að borða lítið á morgnana, jafnvel að fá sér bara einn góðan kaffibolla. Þá er fólk orðið svangt í hádeginu. Bókið þá hádegisstaðinn á milli 12-13, þá ættuð þið að geta notið „happy hour“ líka og farið svo út að borða svolítið seint um kvöldið. Tilvalið er a‘ panta borð klukkan 20.30 eða 21.00, þá er fólk orðið nógu hungrað til að geta borðað vel um kvöldið.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Tilgangur matar er að veita orku sem endist allan daginn“

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -