• Orðrómur

Sælkeraráð fyrir ferðalanga

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á síðasta ári gaf ég nokkur sælkeraráð sem nýtast vel á ferðalögum en þá benti ég á ýmsa hluti sem gott er að hafa í farteskinu. Hér eru frekari ráð sem snúa meira að matsölustöðum, matarferðum og sælkeraáti á erlendri grundu.

Bókið ávallt einhverja matsölustaði áður en farið er að heiman

Ef stefnan er tekin á góða og vinsæla veitingastaði verður í flestum tilfellum að bóka með góðum fyrirvara, jafnvel með mánaðarfyrirvara eða meira. Að mínu mati er best að bóka nokkra staði í hverri ferð en ekki festa sig öll kvöld og hádegi því ef eitthvað skemmtilegt rekur á fjörurnar er gott að hafa sveigjanleika.

Áhugi og áherslur hvers og eins eru vissulega misjafnar en mér finnst sérlega gaman að blanda tegundunum af stöðum sem ég fer á í hverri ferð, þ.e.a.s. að fara á nokkra fína og vinsæla en líka á litlar skemmtilegar matarbúllur inn á milli ásamt því að fara á matarmarkaði og útbúa litla lautarferð á herberginu.

- Auglýsing -

Skipuleggið það sem þið borðið vel

Ef ætlunin er að borða mikið og fara á marga staði í stuttri ferð ráðlegg ég fólki að borða lítið á morgnana, jafnvel að fá sér bara einn góðan kaffibolla. Þetta geri ég oft til að vera orðin svöng í hádeginu.

Bókið þá hádegisstaðinn á milli 12-13, þá ættuð þið líka að ná góðum „happy hour“. Farið svo út að borða svolítið seint um kvöldið. Ég panta oft borð kl. 20.30 eða 21, þá er ég orðin nægilega svöng til að geta borðað aftur um kvöldið.

- Auglýsing -

Sælkeravörurnar fluttar heilar heim

Ef ostar eru með í farteskinu er ávallt best að láta ostakaupmanninn vita að osturinn sé að fara í flug.

Takið með ykkur vandað og sæmilega stórt plastbox í ferðatöskuna. Þá er hægt að setja allan vökva vandlega í boxið. Ég set olíurnar og edikið þar ofan í og einnig læt ég mauk og ólífur ofan í boxið.

- Auglýsing -

Ef ostar eru með í farteskinu er ávallt best að láta ostakaupmanninn vita að osturinn sé að fara í flug, þá pakka þeir honum yfirleitt vel inn og stundum er hægt að fá ostinn vakúmpakkaðan.

Sælkeraferðir og matreiðslunámskeið

Ég mæli sérstaklega með sælkeraferðum sem gefa einstaklega góða innsýn í matarmenningu hvers svæðis. Oft benda líka leiðsögumennirnir á góða falda staði sem eru ekki í túristabókum. Sælkeraferðir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og úrvalið er því orðið nokkuð gott í hverri borg en ferðirnar eru misgóðar svo lesið ykkur vel til og vandið valið.

Í flestum tilfellum er hægt að fara í hópferðir þar sem mörgum er smalað saman en sum fyrirtæki bjóða líka upp á sérsniðnar styttri ferðir sem er tilvalið fyrir minni hópa. Gaman er að fara á matreiðslunámskeið erlendis og þar er úrvalið líka mikið, hægt er að fara á stutt tveggja tíma námskeið upp í nokkurra daga námskeið, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -