Sælkerasalat í sóttkví

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Erfitt getur verið fyrir suma að vera innilokaðir í sóttkví núna þegar vor er í lofti. En þá er tilvalið að reyna að fá vorið í gegnum matinn.

Hér er dásamlega bragðgott og frískandi salat sem gefur ekkert eftir þegar kemur að næringu og hollustu. Hráefnið er eflaust til í mörgum ísskápum og því ekki endilega þörf á að fara og kaupa inn og svo má líka alltaf nota ímyndunaraflið og nota það hráefni sem til er á heimlinu.

Frábært salat að borða úti á skjólgóðum svölum, kannski með teppi yfir sér, á góðum degi.

Pastasalat með linsoðnu eggi og beikoni
fyrir 4

Sósa

120 ml grísk jógúrt
120 ml majónes
2 msk. hvítvínsedik
1 msk. saxaður graslaukur
1 msk. söxuð steinselja
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar

Salat

4 egg
450 g pastaskeljar
1 msk. ólífuolía
400 g beikon
250 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 hnefafyllir klettasalat
2 hnefafyllir romain-salat eða ísbergsalat, rifið gróflega niður
1 avókadó, skorið í bita
½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar

Blandið öllu hráefninu saman fyrir sósuna og setjið til hliðar. Setjið egg í pott og látið vatn fljóta yfir. Komið suðu upp á vatninu og takið síðan pottinn af hellunni. Látið eggin standa í 5 mín. í pottinum og hellið vatninu frá.

Látið því næst kalt vatn renna yfir eggin þar til þau hafa alveg kólnað. Takið skurnina af eggjunum, skerið þau í tvennt og setjið til hliðar. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, sigtið vatnið frá og setjið í stóra skál, hellið 1 msk. af ólífuolíu yfir pastað. Steikið beikonið á þurri pönnu á báðum hliðum þar til það er stökkt, látið beikonið á eldhúspappír og setjið til hliðar.

Blandið restinni af hráefninu saman við pastað í stóru skálinni. Blandið svolítilli sósu saman við og setjið á stórt fat.

Dreifið eggjum og beikoni yfir salatið, malið örlítið af svörtum pipar og sjávarsalti yfir eggin og berið fram með restinni af sósunni.

Uppskrift / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnssdon.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -