2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sætir eplasnúðar sem börnin elska að baka

Það er góð hugmynd að baka eitthvað gómsætt með börnunum til að stytta þeim stundir þessa dagana. Hér kemur uppskrift að eplasnúðum sem krökkum þykir spennandi að baka.

 

Eplasnúðar
u.þ.b. 35-40 stk.

3 dl mjólk
1 msk. Þurrger
1 egg
1 dl sykur
1 tsk. Salt
8-9 dl hveiti
60 g smjör, mjúkt

Hitið mjólkina varlega þar til hún er orðin volg. Setjið þá þurrger saman við og látið standa í 15 mín.

AUGLÝSING


Setjið egg, sykur og salt saman í hrærivélarskál og hrærið vel saman með þeytaranum.

Bætið þá hveiti saman við ásamt mjólkurblöndunni og skiptið yfir í hnoðarann, hnoðið vel saman, í u.þ.b. 10 mín.

Setjið að síðustu smjörið saman við og hnoðið það vel inn í deigið. Breiðið rakt stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér í u.þ.b. tvær klst.

Fylling

4 græn epli
2 dl sykur
2 tsk. sítrónusafi
3 msk. maizena-mjöl
1 tsk. kanill
skrautsykur, má sleppa

Flysjið eplin og rífið niður. Blandið sykri og sítrónusafa saman við og setjið í sigti þannig að vökvinn leki vel af eplunum. Reynið að pressa sem mest af vökvanum úr eplunum.

Blandið maizena-mjöli og kanil saman við. Stillið ofn á 200°C.

Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út hvorn helming frekar þunnt, u.þ.b. ½ cm. Dreifið eplafyllingu yfir deigið og stráið skrautsykri yfir. Rúllið upp og skerið í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar.

Raðið sneiðunum á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í u.þ.b. 15 mín.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni