2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sætkartöflur – gómsætur grænkeramatur eða gott meðlæti

Þessar kartöflur geta staðið sem máltíð út af fyrir sig en eru einnig gómsætar sem meðlæti með uppáhaldskjötinu eða fisknum.

 

Bakaðar sætar kartöflur með fetaosti, ólífum og sólþurrkuðum tómötum
fyrir 4

2 sætar kartöflur
60 g hreinn fetaostur, mulinn niður
40 g svartar steinlausar ólífur, skornar smátt
40 g sólþurrkaðir tómatar, skornir í sneiðar
1 hnefafylli fersk steinselja, smátt skorin
½ tsk. þurrkað óreganó
1 msk. ólífuolía
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar, eftir smekk

Hitið ofninn í 180°C, pakkið kartöflunum inn í álpappír og setjið á grillið og lokið grillinu. Eldið kartöflurnar í um það bil 40 mín. en tíminn er aðeins mismunandi eftir stærð þeirra. Stingið pinna í gegn til að athuga hvort kartöflurnar séu tilbúnar. Blandið saman restinni af hráefninu í skál.

Takið sætu kartöflurnar úr álpappírnum og skerið þær í tvennt langsum. Skerið örlítið ofan í kartöflurnar til að gera pláss fyrir fyllinguna. Fyllið kartöflurnar með ólífublöndunni og berið fram.

AUGLÝSING


Ath. Einnig er gott að grilla þennan rétt. Hitið þá grillið og hafið á miðlungsháum hita. Pakkið kartöflunum inn í álpappír og setjið á grillið og lokið grillinu. Eldið kartöflurnar í um það bil 40 mín.

Lestu meira

Annað áhugavert efni