Safarík og seiðandi kökubaka – snilld í ferðalagið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kökubaka er fyrirbæri sem þekkt er í Frakklandi en þar eru þær einfaldlega kallaðar cake og er það vísun í formkökur enda eru þær bakaðar í formkökuformum úr svipuðu deigi.

Í Frakklandi tíðkast að gera sætar cake og ósætar sem við höfum kosið að þýða upp á íslensku sem kökubaka. Frakkar gera margar mismunandi útgáfur af þessum enda eru möguleikarnir óendanlegir og um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Kökubökurnar eru sérlega hentugar í lautarferðir og útilegur og sem léttur hádegisréttur eða smáréttur. Berið kökuna fram með góðu salati og kaldri sósu ef vill.

Kökubaka með fetaosti og skinku
8-10 sneiðar

1 msk. olía
½ rauðlaukur, saxaður
2 msk. sykur
1 msk. balsamedik
180 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
salt og nýmalaður svartur pipar
3 egg
1 dl matreiðslurjómi
¾ dl ólífuolía
120 g gouda-ostur, fínt rifinn
¾ kubbur fetaostur, skorinn í teninga
½ poki klettakál
1 bréf lúxus skinka, skorin í teninga
3 greinar fáfnisgras, saxað

Hitið ofninn í 180°C og fóðrið botn á meðalstóru ílöngu formi með smjörpappír. Hitið olíuna í skaftpotti og steikið laukinn, bætið sykrinum og balasmedikinu saman við og sjóðið niður við vægan hita í u.þ.b. 15 mínútur. Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu, salti og pipar saman í skál og blandið rjómanum, eggjunum og olíunni saman í aðra skál. Setjið vökvann síðan saman við hveitiblönduna og hrærið þar til blandan er kekkjalaus, bætið ostinum út í ásamt restinni af hráefninu og blandið vel. Hellið helmingnum af deiginu í formið setjið laukinn ofan á og setjið svo restina af deiginu ofan á laukinn. Bakið í u.þ.b. 50 mínútur. Tilvalið að bera réttinn fram með góðu salati, kökubakan er hentug sem nesti t.d. í rómantíska lautarferð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira