Safaríkt og seiðandi lambalæri með appelsínugljáa

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslenskt lambakjöt er hrein afurð sem mörgum finnst vera algert hnossgæti. Réttir með lambakjöti geta verið fínlegir eða grófgerðir, spari- eða hversdagslegir, en það er eitt sem þeir eiga alltaf sameiginlegt og það er hið ljúfa og hreina bragð af lambakjötinu sem aldrei bregst. Hér er dásamleg uppskrift að sérlega safaríkum og bragðgóðum lambahrygg. 

 

Heilsteiktur lambahryggur með appelsínugljáa
fyrir 5-8

1 lambahryggur
2 appelsínur
500 g smjör
4 hvítlauksgeirar
5 stk. rósmaríngreinar
salt og pipar
50 g ristaðar kasjúhnetur

Hitið ofninn í 180°C. Setjið hrygginn í eldfast mót. Skerið appelsínurnar í báta og setjið með í mótið. Setjið smjörið, smátt saxaðan hvítlaukinn og rósmaríngreinarnar ofan á hrygginn, saltið og piprið og bakið í ofninum í 60 mín. Gott er að muna eftir að ausa soðinu yfir 3-4 sinnum á meðan hann er að eldast. Hryggurinn þarf að fá að hvíla eftir eldun í u.þ.b. 10-15 mín. áður en hann er borinn fram. Sáldrið hnetunum yfir og berið fram með kartöflumús í kínakáli og annað hvort villisveppasósu eða piparsósu.

Uppskrift/Theódor Gunnar Smith
Stílisiti og texti/Hanna Ingibjörg Arnardóttir
Mynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira