Salat með grilluðum haloumi-osti og melónu – Geggjað ferskt og gott

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fátt er sumarlegra en að bjóða upp á ferskt sælkerasalat. Haloumi-ostur er sniðugur í salöt en sérlega auðvelt er að grilla hann þar sem hann bráðnar ekki eins mikið og aðrir ostar. Þetta salat með grillaðri melónu og haloumi-osti er einstaklega bragðgott og afar einfalt. 

Salat með perlubyggi og grillum haloumi-osti og vatnsmelónu

200 g bulgur, soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu
200 g, eða 1 pk, haloumi-ostur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar
½ vatnsmelóna, skorin í 1 cm lengjur
1 msk. hunang
1 búnt graslaukur, saxað
1 búnt fersk mynta
3 msk. ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
50 g furuhnetur, ristaðar

Sjóðið byggið og setjið í skál. Penslið haloumi-ostsneiðarnar og grillið við meðalhita á báðum hliðum þar til fallegar grillrendur hafa myndast í þær. Penslið vatnmelónuna með hunangi og grillið þær einnig. Blandið kryddjurtum og graslauk saman við byggið, raðið vatnmelónusneiðum, ostsneiðum og furuhnetum á, dreypið ólífuolíu yfir og bragðbætið með salti og pipar.

Uppskrif/Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira