• Orðrómur

Salsa – Gott með grillmatnum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Til eru ótal útgáfur af salsa og vísar nafnið oftast til grófrar sósu úr grænmeti, kryddjurtum og ávöxtum sem notuð er sem meðlæti með mat eða sem uppistaðan í réttum eins og til dæmis fajitas og tacos. Hér gefum við þrjár uppskriftir að mismunandi salsa sem passar vel með grillmatnum.

 

Kryddjurtasalsa – salsa verde

- Auglýsing -

Þetta salsa verde er ættað frá Ítalíu en til eru útgáfur af salsa verde frá mörgum löndum. Á Ítalíu er algengt að bera það fram með grilluðum fiski en það hentar einnig vel með ljósu kjöti og grilluðu grænmeti.

2 hvítlauksgeirar, afhýddir og saxaðir smátt
2 hnefafylli steinselja
1 hnefafylli basil
1 hnefafylli mynta
1 msk. kapers, saxað smátt
5 ansjósur, skolaðar undir köldu
vatni og saxaðar smátt
1 msk. dijon-sinnep
3 msk. rauðvínsedik
8 msk. jómfrúarolía

Setjið hvítlaukinn í skál og takið kryddjurtalaufin af stilkunum. Saxið kryddjurtirnar smátt og blandið saman við hvítlaukinn. Blandið kapers, ansjósum, sinnepi og rauðvínsediki saman við. Hellið jómfrúarolíu saman við blönduna og hrærið í á meðan.

- Auglýsing -

Tómatsalsa – pico de gallo

Þetta salsa kemur úr mexíkóskri matargerð og er með minni vökva en flest annað salsa. Hægt er að bæta við meiri olíu til að fá frekari sósuáferð, ef vill.

6 þroskaðir tómatar, fræhreinsaðir og skornir smátt
1 hnefafylli kóríander, saxað smátt ásamt stilkunum
1 laukur, afhýddur og saxaður fínt
2 jalapenó eða grænt chili-aldin, fræhreinsuð og saxað smátt
2 hvítlauksgeirar, afhýddir og saxaðir smátt
safi úr 1-2 límónum
u.þ.b. 2 msk. jómfrúarolía
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

- Auglýsing -

Blandið tómötum og kóríander saman í skál. Blandið lauk, jalapenó og hvítlauk saman við ásamt safa úr 1 límónu og 2 msk. af jómfrúarolíu. Bragðbætið með salti, nýmöluðum svörtum pipar og límónusafa.

Gott er að láta þetta salsa standa í kæli í 2 klst. til að láta bragðið magnast enn meira en líka er hægt að bera það fram strax.

Maíssalsa

350 g maískorn úr dós, vökvinn sigtaður frá
1 jalapenó, fræhreinsað og fínt saxað
½ tsk. chili-duft
½ tsk. sjávarsalt
safi úr ½ límónu
2-3 msk. kóríander, saxað fínt
50 g hreinn fetaostur, mulin niður
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu hráefninu saman í skál og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Best er að gera þetta salsa samdægurs.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -