• Orðrómur

Sáraeinföld en dásamleg plómukaka

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Plómur eru skemmtileg viðbót í kökur og fjólublár litur þeirra gerir þær ávallt fallegar og girnilegar á að líta. Uppskriftin að kökunni er þó þess eðlis að auðvelt er að skipta út plómunum fyrir aðra ávexti, t.d. nektarínur, apríkósur eða epli. Hún er sáraeinföld og það tekur skotstund að hræra deigið í kökuna.

PLÓMUKAKA

8-10 sneiðar

120 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
120 g smjör, við stofuhita
150 g sykur
2 egg
6 plómur, skornar í tvennt og steininn fjarlægður
2 tsk. appelsínusafi
2 tsk. kanilsykur

- Auglýsing -

Hitið ofn í 180°C. Hrærið saman hveiti, lyftiduft og salt og setjið til hliðar. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og kremkennd. Hrærið eggin saman við, eitt í einu,
og hrærið vel í hvert skipti, blandið hveitiblöndunni varlega út í.

Hellið deiginu ofan í 23 cm hringlaga smelluform, raðið plómunum ofan á og sáldrið appelsínusafa og kanilsykri yfir. Bakið í miðjum ofni þar til kakan hefur bakast í gegn, u.þ.b. 40-50 mín. Kælið á grind og fjarlægið síðan úr forminu.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Unnur Magna

- Auglýsing -

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vínog ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar ogprófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstumatvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -