• Orðrómur

Seiðandi síðsumars kokteill með jarðarberjum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kokteilar verða sífellt vinsælli enda sérlega notalegt að blanda í góðan drykk um helgi og njóta til dæmis út á palli eða sem fordrykk í matarboðið. Hér er afar frísklegur og fremur einfaldur kokteill sem lengir aðeins sumarið.

Sumarlegur jarðarberjakokteill
1 glas

Hægt er að sigta drykkinn áður en sódavatnið er sett út í til að ná jarðarberjunum úr, ef vill.

- Auglýsing -

safi úr 1 greipaldini
1 sjúss (30 ml) Cointreau
1 sjúss (30 ml) Passoa
4 jarðarber, hreinsuð og skorin í sneiðar, auka til að skreyta með
sódavatn, til að fylla glasið
mulinn ís eða klakar

Setjið greipaldinsafa, Cointreau, Passoa og jarðarber í glas. Notið steytara eða endann á kökukefli til að merja jarðarberin. Bætið við hnefafylli af klaka og fyllið glasið með sódavatni. Hrærið í drykknum og skreytið hann með ferskum jarðarberjum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -