• Orðrómur

Seiðandi sumarsalat

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það verður að segjast eins og er að salat er ekki það sem mann langar að borða þegar úti er frost og funi og þess vegna borðum við yfirleitt þungan mat yfir vetrartímann. Á góðviðrisdögum er því tilvalið að fá sér gómsætt salat sem er stútfullt af vítamínum og steinefnum.

Mexíkóskt salat

2 eldaðar kjúklingabringur, skornar í bita

1 Iceberg-kálhöfuð, rifið

- Auglýsing -

400 g dós pinto-baunir, eða svartar baunir

240 g dós maískorn

1 askja kirsuberjatómatar, skornir í helminga

- Auglýsing -

1 lárpera, hýdd og skorin í bita

½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar

1 rauð paprika, skorin í strimla

- Auglýsing -

½ búnt kóríander, bara laufin

Öllu blandað saman og nachos-flögur muldar yfir eftir smekk.

Salatsósa

safi úr einni límónu

2 hvítlauksgeirar, pressaðir

2 msk. ólífuolía

2 msk. edik, til dæmis hvítvínsedik

salt og pipar

smávegis hunang

1 tsk. jalapeno, smátt saxað (má sleppa)

Hrist saman og hellt yfir salatið.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Litríkt og ljúffengt á vorlegum nótum

Nýtt blað Gestgjafans er komið út og að þessu sinni erum við á vorlegum nótum. Blaðið er...

Ostafranskar með beikoni og blámygluosti

Hver elskar ekki franskar? Hér kemur uppskrift að spennandi og djúsí rétti þar sem beikon og blámygluostur...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -