• Orðrómur

Seiðandi sveppasalat – frábært meðlæti með grillmatnum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sumir segja að meðlætið skipti meira máli en steikin sjálf og við hér á Gestgjafanum getum að mörgu leyti verð sammála því. Þetta sveppasalat er dásamlegt með nauta-, lamba-, eða svínakjöti og reyndar passar það líka ágætlega með kjúklingi.

Sveppasalat með aspas
fyrir 2-4

Sósa fyrir sveppasalat

- Auglýsing -

2 skalotlaukar, afhýddir og saxaðir fínt
2 tsk. hrísgrjónaedik
1 tsk. sykur
1 msk. sojasósa
2 tsk. vatn
2 msk. sesamolía
2 tsk. límónusafi
1-2 tsk. sjávarsalt

Setjið skalotlauk, hrísgrjónaedik, sykur, vatn, sesamolíu, límónusafa og 1 tsk. af salt í skál og blandið saman. Bragðbætið með salti og limónusafa og setjið til hliðar.

Sveppasalat

- Auglýsing -

4 portobello-sveppir
ólífuolía
g blandaðir sveppir rifnir niður, við notuðum kastanísveppi og ostrusveppi
4-6 stk. aspas
2 tsk. svört sesamfræ

Hitið grillpönnu eða útigrill og hafið á miðlungsháum hita. Pennslið portobello-sveppina með ólífuolíu og grillið í u.þ.b. 20 mín. Sjóðið aspasinn í 2 mín. og látið strax í ísvatn til að stöðva eldunina, látið til hliðar. Takið portobello-sveppina af pönnunni og skerið í sneiðar. Hitið stóra pönnu og steikið blönduðu sveppina. Blandið portobello-sveppunum saman við og steikið saman í 1-2 mín. Grillið aspasinn í 1-2 mín. á útigrilli eða grillpönnu. Skerið aspasinn í bita og setjið á fat með sveppunum. Hellið sósunni yfir ásamt svörtum sesamfræjum og berið fram.

Uppskrift/Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti/Stefanía Albertsdóttir
Mynd/Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -