• Orðrómur

Sítrónu- og hindberjakaka – Fullkomin í afmælisveisluna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þessi kaka er ekki þessi dæmigerða afmæliskaka en við getum lofað að hún muni falla í kramið hjá öllum kökuunnendum, fersk og sæt afmæliskaka.

Sítrónu- og hindberjakaka

10-12 sneiðar

320 g sykur
100 g mjúkt smjör
börkur af einni sítrónu
350 ml mjólk
4 eggjahvítur
350 g hveiti
½ tsk. fínt salt
1 tsk. lyftiduft
2 dl frosin hindber

- Auglýsing -

Hitið ofn í 180°C. Þeytið sykur, smjör og sítrónubörk saman þar til létt og ljóst. Blandið mjólk og eggjahvítum saman í skál og þurrefnunum í aðra skál. Hellið eggjablöndunni og
þurrefnum til skiptist út í deigið og hrærið vel saman. Skiptið deiginu í tvö 20 cm form og dreifið einum desilítra af hindberjum í sitthvort formið. Bakið í 25-30 mín.

Krem:

250 g mjúkt smjör
500 g flórsykur
1 tsk. vanilludropar
1 tsk. sítrónubörkur
1 msk. sítrónusafi
1-2 dl sætur kókos (sweetened shredded coconut) til að setja ofan
á kremið.

- Auglýsing -

Hrærið allt saman nema kókos-mjölið þar til kremið er létt og ljóst.

Sulta:

2 dl hindber, frosin
½ dl sykur

- Auglýsing -

Setjið í pott og sjóðið þangað til að sykurinn leysist upp.

Samsetning:

Leggið annan botninn á disk, dreifið sultunni yfir og síðan kremi. Setjið efri botninn ofan á og hjúpið með restinni af kreminu. Dreifið kókos yfir kökuna.

Umsjón/ Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Myndir/ Heiðdís Guðbjörg
Stílisti/ Ólöf Jakobína Ernudóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -